Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 34
32
Nes. Nokkur tilfelli í maí — síðan ekki meir.
Búða. Gerðu vart við sig í mánuðunum maí og júní, en breiddust
lítið út.
Hafnar. í sambandi við mislinga og bólusetningu gegn þeim langar
mig að geta eftirfarandi: Árið 1943 (í lok júní) smitaðist dóttir mín á
ísafirði og veiktist fyrstu dagana eftir að við komum hingað á Höfn.
Ég bólusetti þegar hin börn mín tvö. Annað barnið fékk eitt kvöldið
(ca. á 20. degi) hitavellu, og þá fann ég með því að leila vel örsmáa
bletti á stöku stað; hitt barnið kenndi sér einskis, en á því fann ég
fáeina samsvarandi rauða díla. Ég sé á því, sem síðar kom fram, að
þetta var snertur af mislingum. Svo er það síðast í janúar 1947, að kona
kemur frá Reykjavík (úr mislingahúsi), lítur snöggvast inn til okkar
og hittir þar börnin þrjú, enn fremur 4 mánaða barn og aðkomutelpu.
Konan kemur við hjá Ijósmóður og smrtar þar 1 barn, og síðan fer hún
heim, en á öðrum degi koma iitbrotin hjá henni og hún smitar börn
sín 2. Aðkomubarnið hjá okkur fær mislingana, en ekkert hinna, ekki
einu sinni unga barnið, sem konan þurfti samt að „skoða“. Þetta
sýnir, að börn mín tvö hafa fengið mislingana 1943, og enn fremur,
að vöggubarnið hefur í blóði sínu móteitur frá móður sinni. Allt kem-
ur þetta því heim við kokkabækurnar.
Breiðabólsstaðar. Gengu í apríl—ágúst. Urðu sumir mikið veikir,
einkum þeir, sem veilir voru fyrir. Enginn lézt þó af völdum þeirra.
Að þessu sinni barzt veikin í Landbrotið, en það hefur sloppið við
mislinga síðan 1882, að undan teknu einu heimili, þar sem veikin kom
1936 og var þá einangrað. 4 fengu blóðvatn, og sluppu þeir við
mislingana.
Víkur. Bárust í héraðið í janúar frá Reykjavík og gengu hér fram í
maí. Veikin væg og engir teljandi fylgikviílar. Siðan aftur 1 tilfelli
i desember. Piltur, sem kom frá Akureyri, veiktist heima hjá sér.
Veikin breiddist ekki út.
Vcstmannaeijja. Mislingar stungu sér dræmt niður fyrstu 4 mánuði
ársins, fóru að ganga fyrir alvöru i júní og náðu hámarki í júlí og
ágúst. Einlcum börn til 10 ára aldurs, sem næm voru fyrir veikinni
og tóku hana, aðeins örfá þar yfir. Veikin var yfirleitt þung á mörgum
börnum, og lungnabólga og otitis media gerðu vart við sig á ýmsum
þeirra og var lengi að batna. Má vera, að vond veðrátta hafi átt sinn
þátt í þessu. Yfirleitt batnaði börnum vel otitis media við siilfalyf
(súlfaþíazól og súlfadiazín). Ekkert barn dó úr veikinni, þó að mörg
virtust hætt komin. Mjög erfiðlega gekk að fá mislingaserum. Það,
sem fékkst, var gefið veikluðustu börnunum, og virtist mér gagn
að því.
Eyrarbakka. Almennir á ungum börnum framan af sumri.
Selfoss. Gengu hér í marz og apríl. Ekki tóku mjög margir sóttina,
sem þó var í fullkomnu meðallagi þung. Engir verulegir fylgikvillar.
Laugarás. Stungu sér niður um vorið. Eftir að ég kom, bar litið á
veikinni. í ágúst fór stúlka í Biskupstungum í hópferð til Heklu. 3
vikum síðar lagðist hún í mislingum. Móðir hennar og yngri syst-
kini höfðu ekki fengið mislinga, en engin þeirra veiktist. Að vísu fékk
móðirin varnarsprautu. í hreppunum austan Hvítár munu þeir hafa