Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Side 35
33
stungið sér niður við og við, einkum síðustu mánuði ársins og fram
yfir áramót, en voru svo vægir, að aðeins 2 tilfelli eru skráð í des-
ember.
11. Hettusótt (parotitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 11.
Sjúklingafíöldi 1938—1947:
1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947
Sjúkl.......... 1 „ 1 197 5034 601 13 „ 4 19
Dánir 1
....... 99 99 99 99 1 99 99 99 99 99
Stakk sér niður í 5 héruðum (Rvik, Flateyrar, Vopnafj., Selfoss
°8' Laugarás). Er vafasamt, að samband hafi verið í milli, heldur hafi
Lorizt á hina ýmsu staði beint frá útlöndum, og er það fullvíst um
suma þeirra.
Læknar láta þessa getið:
Vopnafí. Færeyskur sjómaður með hettusótt og eistnabólgu lagður
lnn i sjúkrahúsið hér.
Selfoss. Talsvert varð vart við þá sótt hér í júlí, en þó einkum í
ágústmánuði. Fullkomlega í meðallagi þung.
Laugarás. Stakk sér niður í september, og var mér sagt, að hún
niundi hafa borizt með dönskum garðyrk jumanni. Var mjög væg og
Lreiddist lítið út.
12. Kveflungnabólga (pneumonia catarrhalis).
13. Taksótt (pneumonia crouposa).
Töflur II, III og IV, 12—13.
Sjúklingafíöldi 1938—1947:
1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947
Sjúkl.1) .... 417 686 377 1186 1427 808 846 840 888 1296
— 2) .... 220 289 191 517 550 346 307 352 343 269
Dánir ....... 114 124 91 109 99 67 70 67 58 58
Kveflungnabólga allmiklu tíðari en verið hefur undanfarin ár, enda
kvefár með meira móti og auk þess inflúenza og mislingar á ferð.
taksótt að sama skapi fátíðari. Lungnabólgudauði í heild hlutfalls-
lega með langminnsta móti, miðað við skráð tilfelli, eða 3,7% (1946:
4.7% og þá með minnsta móti). Einkum hefur þó taksóttardauðinn
látið sér segjast, og er hann einungis 1,5% skráðra taksóttarsjúklinga
f 1946: 2,9%). Úr kveflungnabólgu og lungnabólgu óákveðinnar teg-
Undar dóu 3,6% skráðra kveflungnabólgusjúklinga (1946: 5,4%).
Læknar láta þessa getið:
1 • Um kveflungnabólgu:
Rvik. Ekki verður annað sagt en mikið hafi verið um kveflungna-
nolgu þetta ár, einkum þó þá mánuði, sein kvefsóttin og inflúenzan
t) Pneumonia catarrhalis.
2) Pneumonia crouposa.
5