Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Side 36
34
voru hér á ferðinni samtimis. Tala sjúklinga óvenju há, en þó tæp-
lega eins há og árið 1942.
Hafnarf). Skrásett allmörg tilfelli, en þeim fer fækkandi, eftir því
sem líður á árið.
Akranes. Hefur gert vart við sig alla mánuði ársins nema í septem-
ber og desember. Virðist ekki eingöngu eða aðallega vera bundin við
útbreiðslu inflúenzu og mislinga. Einna flest voru tilfellin í janúar og
október, en þá voru einnig flest tilfelli af kvefsótt. En annars bar mest
á henni mánuðina marz—júní, þegar inflúenza og mislingar voru
einnig í fullum gangi.
Ólafsvikur. Hlutfallslega við kvef og inflúenzu.
Stykkishólms. Nokkur tilfelli.
Búðardals. 1 smábarn var þungt haldið, en batnaði við pensilin og
súlfalyf.
Reykhóla. 2 tilfelli á árinu. Batnaði báðum við súlfalyf.
Bíldudals. Öllum lungnabólgusjúklingum batnaði.
Þingeyrar. 5 tilfelli skráð á árinu, þar af komu 3 upp úr mislingum.
ÖIl létt og batnaði fljótt og vel.
Flateyrar. Nokkur tilfelli fyrra part sumars, öll meinlítil nema
eitt. Varð úr empyem og abscess í lunganu. Var sjúklingurinn flultur
á ísafjörð og liggur þar enn.
Bolungarvíkur. 7 vikna gamalt barn dó úr kveflungnabólgu.
ísafj. 2 gamahnenni dóu úr þessari veiki á árinu.
Hölmavikur. Nokkur dreifð tilfelli á árinu.
Hvammstanga. Nokkur brögð að lungnabólgu eins og árið áður.
Meðferðin sú sama, súlfalyf (súlfadíazín) og ascorbínsýra. 1 kona dó.
Blönduós. Oftast í börnurn. Fékk hana m. a. roskin kona upp úr
inflúenzu og önnur hálfáttræð, en enginn dó úr henni á árinu.
Sauðárkróks. Með meira inóti. Enginn talinn dáinn úr lungnabólgu,
en ég hef talið hana sem aukadánarorsök hjá sjúklingi með status
epilepticus.
Hofsós. Fáein tilfelli, flest börn 1—5 ára.
Dalvíkur. Dauðamein 3 gamalmenna og 1 barns.
Akureyrar. Með meira móti á árinu. Flest tilfellanna hafa læknazt
fljótt og vel með súlfagjöf eða pensilíni, eða með því að gefa hvort
tveggja, en komið hafa þó fyrir þau tilfelli, að hvorki súlfa né pensilín
virtust hjálpa hið minnsta, þótt í stórum skömmtum væri gefið, og
hefur þá sennilega verið um viruspneumoníu að ræða.
Þórshafnar. 1 súlfaresistent tilfelli.
Egilsstaða. Óvenju mikið bar á þessari veiki í sambandi við hið
þráláta kvef, sem áður er ncfnt. Súlfalyf alltaf notuð.
Seyðisfj. 2 sjúklinganna fengu veikina upp úr inflúenzu, og dó annar
þeirra þrátt fyrir súlfalyf. Hinum batnaði fljótt að vanda.
Nes. Nokkur tilfelli, flest upp úr inflúenzufaraldrinum í desember,
og batnaði öllum vel við súlfagjöf.
Búða. Öllum gefin súlfalyf. Flest tilfellin í sambandi við kvefsótt
eða inflúenzu.
Hafnar. Skráð tilfelli finnst mér há tala, og er hálfpartinn farinn
að gruna mig um að vera fulldjarfur á diagnosis, vegna þess að ég