Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 38
36
Hafnar. Talin aðaldánarorsök í 1 tilfelli.
Breiðabólsstaðar. Nokkur tilfelli, yfirleitt væg. Lagðist einna þyngst
á héraðslækninn.
Víkur. Öllum batnaði vel við súlfatöflur.
Vestmannaeyja. Færeyskir sjómenn komu hingað með taksótt í
aprílmánuði. Batnaði öllum við súlfaiyf. Surnir voru þó allengi að
ná sér.
Eyrarbakka. Nokkur tilfelli, einkum í kjölfar inflúenzu. Notaði
nokkuð pensilíninnspýtingu með árangri og einnig dermatitis compli-
catio í einu tilfelli, en hvarf um leið og innspýtingunni var lokið.
Keflavíkur. Óvenju margir fá taksótt á þessu ári, en aldrei gengur
hún eins og farsótt, heldur oftast í sambandi við mislinga eða
inflúenzu.
14. Rauðir hundar (rubeolae).
Töflur II, III og IV, 14.
Sjúklingafjöldi 1938—1947:
1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947
Sjúkl........ 55 8 781 1566 29 94 34 12 16 357
Nokkur faraldur virðist hefjast með vori og er getið í öllum lands-
fjórðungum, en engan veginn í öllum héruðum (í 30 alls). Tiltölu-
lega fáir skráðir, með því að veikin var væg og sjúkdómsgreining víða
á huldu, enda vægir mislingar samtímis á ferð, auk þess sem sums
staðar var grunur um einkennalitla skarlatssótt.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Dreifðir um allt árið.
Hafnarfj. Þegar mislingunum sleppti, tóku rauðu hundarnir við.
Samt fremur fá tilfelli.
Akranes. Stungu sér niður í maí og fram á haust, allþungir í sumum.
Búðardals. Nokkrir munu hafa veikzt af þessum sjúkdómi, eftir
lýsingu að dæma, en ég sá þessa sjúklinga aldrei. Þeir eru þvi ekki
skráðir á mánaðarskrár.
Flateyrar. Skráðir í 2 tilfellum (ekki á mánaðarskrár) með óljósum
einkennum.
ísafj. Fáein tilfelli samfara mislingum.
Hólmavíkur. 3 sjúklingar skráðir í júlímánuði. Heyrði getið um 3
tilfelli í septembermánuði, en sá ekkert þeirra, og eru þau ekki skráð
á mánaðarskrá.
Blönduós. Komu með manni úr Reykjavík, og voru alls skráð 8
tilfelli, en sennilega hafa þau verið fleiri.
Sauðárkróks. Stungu sér niður við og við.
Vopnafj. Bárust hingað í júlímánuði frá Seyðisfirði. Virtust ganga
hér það sem eftir var ársins. Veikin svo væg, að hún var naumast
þekkjanleg. Flestir sjúklingarnir fengu hitavellu í 1—2 daga, ásamt
mjög daufum og ógreinilegum útþotum.
Egilsstaða. Á veikinni bar mánuðina júní—september. Yfirleitt væg
og engin eftirköst.
Seyðisfj. Spratt hér upp í maí. Sennilega borizt hingað að sunnan.