Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 40
38
17. Svefnsýki (encephalitis lethargica).
Töflur II, III og IV, 17.
Sjúklinga/jöldi 1938—1947:
1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947
Sjúkl........ 2 5 3 2 3 „ „ 2 „ 7
Dánir............... „ 3 4 „ „ 1 „ 1
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Varð ekki vart á árinu.
18. Heimakoma (erysipelas).
Töflur II, III og IV, 18.
Sjúklingafíöldi 1938—1947:
1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947
Sjúkl........ 62 65 56 96 69 46 33 28 39 24
Dánir ....... 2 „ 2 2 „ 1 „ „ „ 1
Læknar láta þessa getið:
ísafj. Með minnsta móti.
Akureyrar. Ekkert tilfelli skráð, en ekki þykir mér ósennilegt, að
einhver tilfelli sjúkdómsins hafi komið fyrir á árinu, þótt ekki sé
þess getið á mánaðarskrám lækna.
19. Þrimlasótt (erythema nodosum).
Töflur II, III og IV. 19.
Sjúklingafjöldi 1938—1947:
1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947
Sjúkl........ 12 13 26 21 11 17 23 3 15 15
Kvilli þessi er ekki skráður með neinni reglu. Venjulegast er talið
fullvíst, að um berklasmitun sé að ræða, og líta þá flestir svo á, að
sjúkdómurinn eigi heima á berldaskrá, en ekki farsóttaskrá.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Skráðir aðeins 2 sjúklingar. Vitað er um einhverja fleiri,
en þessir sjúklingar koma, að því er ég held, undantekningarlaust
til Berklavarnarstöðvarinnar og eru skráðir með öðrum berldaveik-
um mönnum.
Þingegrar. Ung stúlka fékk kvilla þenna síðla vetrar, en var ekki
sett á mánaðarskrá. Tekin á berklaskrá um vorið vegna hilitis tbc.
Flategrar. Telpa i Súgandafirði, samtímis hilitis. Var upp frá því
jákvæð við berldapróf.
Blönduós. 24 ára kona fékk þrimlasótt á fjölmennu heimili, þar
sem allmargt var aðkomubarna. Túberkúlínpróf var gert á öllum þess-
um börnum, en ekki leit út fyrir, að um neina smitun væri að ræða
meðal þeirra.
Sauðárkróks. 2 sjúklingar skráðir, 9 ára gömul telpa, sem reyndist
vera túberkúlínn- og batnaði fljótt, en hinn sjúklingurinn var