Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Síða 44
42
um um Suður- og Suðvesturland. Gætti faraldursins i byrjun einnig
allmikið í Akureyrar- og Sauðárkrókshéruðum, en gekk þar fljótar
yfir og var algerlega um garð genginn á Akureyri fyrir áramót. Þessa
árs faraldri lauk að mestu með vorinu, og var hér um greinilegan
vetrarfaraldur að ræða. Veikin taldist væg' og að ýmsu leyti svo frá-
brugðin venjulegri mænusótt, að fyrir kemur, að læknar dragi í efa,
að um þá veiki hafi i raun og veru verið að ræða. Eru einkum eftir-
tektarverð ummæli héraðslælcnisins í Breiðabólsstaðarhéraði (frá 5.
marz 1948) um svipmót sóttarinnar þar í ljósi þess, sem síðar átti
eftir að koina fram, er hin illræinda Akureyrarveiki kom til skjalanna
(haustið 1948). En þó að svo kunni að vera, að hér hafi annarlegur
sjúkdómur verið á ferð í mænusóttargerfi, er ekki þar með synjað
fyrir, að sum tilfellanna hafi verið raunveruleg mænusótt, og mun
mega telja það ugglaust.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Eins og getið var um í ársskýrslunni 1946, náði faraldur sá,
sem þar um ræðir, fram á þetta ár, en hverfur að heita má nærri því
allt í einu í febrúar. Á þessu ári er talið, að 1 hafi dáið úr veiki
þessari. Samkvæmt skýrslu Farsóttahússins eru þó 2 taldir dánir,
en ekki fannst nema 1 á prestaskýrslum eða dánarvottorðum. Þessi
lokahrina í þessa árs byrjun hagaði sér í engu öðru vísi en sagt var
frá í ársskýrslunni, og tel ég því ekki ástæðu til að fjölyrða um hana
frekar.
Þingeijrar. í janúar eru skráð 4 tilfelli. 3 þeirra voru þó mjög vafa-
söm, en 1 greinilegt, þótt ekki kæmu fram lamanir. Reflexar veiklaðir
í 2 og hnakkastirðleiki í 1. Hiti í öllum tilfellum. Um haustið var
lagður hér í land íslenzkur sjómaður með skýra lömunarveiki og var
nokkuð þungt haldinn. Batnaði þá vonum fyrr, en máttleysi var greini-
legt í v. lærvöðvum.
ísafj. Svo virðist sem mænusótt hafi verið landlæg hér síðast liðin
3 ár. Ekkert greinilegt tilfelli 1945, en héðan fluttist veikin ábyggilega
að Sléttu í Sléttuhreppi, því að þar kom fyrir 1 tilfelli með lömun, sem
varð rakið hingað. 1946 voru 2 tilfelli skráð hér með lítils háttar löm-
unum, og er liklegt, að fleiri hafi veikzt. Á þessu ári er ekkert til-
felli skráð fyrr en í síðasta mánuði ársins, en þá veikist miðaldra
kona hér inni í firðinum, fyrst lítils háttar, og gaf hún því engan
gaum, reyndi mikið á sig, versnaði svo skyndilega og er dáin af and-
færalömun innan lítillar stundar á gamlársdag. Eftir áramótin, í
janúar og febrúar 1948, eru svo 10 tilfelli skráð, og er liklegt, að miklu
fleiri hafa þá tekið veikina.
Hvammstanga. 1 tilfelli i janúar, sem mjög lílctist mænusótt, eins
og hún hagaði sér 1945, og' skráð sem slílt. Var væg og án lamana. Þó
kvartaði sjúklingurinn um lúaverki og úthaldsleysi í hægra fæti nokk-
urn tíma eftir sjúkdóminn. Fékk þá aneurininnspýtingar um skeið,
og taldi sig hafa gott af.
Blönduós. Var skráð þrisvar sinnum, í stúlku á tvítugsaldri og 2
mönnum nokkru eldri. Tilfellin dreifð, væg og ekkert samband að
finna á milli þeirra.
Sauðárkróks. 2 sjúklingar skráðir í janúar, og er það í framhaldi