Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Síða 59
57
Egilsstaða: 1 (karl 90 ára).
Eskifi. 1 (kona 74 ára).
Hafnar: 2 (karl 68 ára; kona 34 ára).
Breiðabólsstaðar: 2 (konur 81 árs og 95 ára).
Setfoss: 1 (karl 77 ára).
Keflavikur: 3 konur 57, 67 og 70 ára).
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Búðardals. 77 ára gömul kona í Klofningi hefur fistula ecliinococci
hepatis og hefur gengið með hana í mörg ár. Var skorin upp við sulli
fyrir mörgum árum. Hundahreinsun fer fram á hverju hausti, þó að
illa gangi að fá menn til starfans, sem bæði þykir óvirðulegur og illa
borgaður. Þrátt fyrir hreinsun þessa ber allmikið á sulli í fénaði.
Reykhóla. Sullaveiki ekki vart á árinu, enda nú almennur skilningur
á gangi veikinnar. Hundar hreinsaðir og sulla gætt betur en áður.
Þingeyrar. Engin nýr sullaveikissjúklingur leitaði mín á árinu, en
í héraðinu er búsett kona, sem hefur verið skorin upp við lifrarsulli
og gengur hún enn þá með opinn fistil.
Bolungarvíkur. Sullaveiki engin. Hundahreinsanir framkvæmdar á
lögskipaðan hátt.
tsafj. Enginn sjúklingur skráður í 4 ár.
Hólmavíkur. Mér er kunnugt um 1 áttræða konu með lifrarsull í
héraðinu. Hundahreinsun fer fram einu sinni á ári að venju í öllum
hreppum héraðsins.
Hvammstanga. Sullaveiki engin. Talsvert ber á netjusullum í sauð-
fé, enda eru menn sorglega hirðulausir urn það, að hundar nái í hrá-
feti við slátrun. En hitt er meira vorkunnarmál, að fé Iiggur viða í
högum úti, dautt af völdum mæðiveiki o. fl., en hundar á flækingi.
Sauðárkróks. 1 sjúklingur skorinn á Akureyri og virtist fá fullan
bata.
Akureyrar. Enginn sjúklingur á mánaðarskrám, en í bókum sjúkra-
hússins á Akureyri er skráður 29 ára karlmaður með sull í lifur, og
var gerð aðgerð á honum á sjúkrahúsinu. Maður þessi var frá Sauð-
árkróki. Sömuleiðis karlmaður, scm á heima á Akureyri, með sull í
lifur.
Vopnaff. Varð ekki vart.
Egilsstaða. Sami karl á skrá og áður, nú kominn um nírætt. Aldrei
hef ég í seinni tið heyrt getið um höfuðsótt í sauðfé, en hins vegar
eru netjusullir algengir. Hundahreinsun framkvæmd árlega, en ein-
hverjir hvutar munu þó undan sleppa.
Hafnar. Söinu 2 gömlu sjúklingarnir.
Breiðabólsstaðar. Ekki er vitað um neina nýja sjúklinga, og mun
hending ein ráða, því að sullir voru með mesta móti i fé í haust og
hafa farið vaxandi undanfarin ár. Hefur nú verið hert á eftirliti með
hundahreinsun, slátrun í heimahúsum o. s. frv., farið frarn á, að kaup
hundahreinsunarmanna verði hækkað, þeim útvegaðir aðstoðarmenn
og byggðir kofar fyrir þá, þar sem þess hefur þurft.
Vestmannaeyja. Enginn hundur er i héraðinu.
Laugarás. 50—60 ára kona með gamlan sullfistil.
8