Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 60
58
6. Geitur (favus).
Töflur V—VI.
Sjúklingafiöldi 1938—1947:
1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947
Sjúkl......... 7 3 2 2 „ 1 2 1 1
Læknar láta þessa getið:
Breiðabólsstaðar. 66 ára gömul kona með mjög miklar geitur,
þannig, að nærri heilsteyptur skjöldur var yfir hársvörðinn. Hún dó
úr krabbameini í görnum í sumar. Er það síðasti sjúklingur með
geitur í þessu héraði, sem vitað er um.
7. Kláði (scabies)
Töflur V, VI og VII, 4.
Sjúklingafiöldi 1938—1947:
1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947
Sjúkl........ 743 910 1531 1569 828 645 460 385 367 316
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Mikil framför frá næsta ári á undan, þó að ekki sé líklegt,
að allir kláðasjúklingar hafi verið taldir fram.
Akranes. Fannst ekki við skólaskoðun og' ekkert tilfelli skráð. Hvort
sem því ber fyllilega að treysta eða ekki, þá er það víst, að þessa
kvilla gætir mjög lítið.
Búðardals. Ekki orðið vart kláða á árinu.
Bíldudals. Lítið hefur horið á kláða í ár. Ekkert tilfelli skráð, en
mun þó hafa komið fyrir, því að eitthvað var beðið um kláðasmyrsl.
Þingegrar. Kláðinn er viðloðandi i héi-aðinu, þótt tilfellin séu fá.
Bolungarvíkur. Með minna móti.
ísafi. Tilfellin fá eins og undanfarin ár, og er nú eigi lengur um
neina faraldra að ræða, heldur einstök tilfelli, sem einstaka sinnum
ná að smita viðkomandi fjölskyldu, áður en læknis er vitjað.
Hólmavikur. Virðist hér landlægur, einkum í einum hreppnum, og
vill koma upp aftur og aftur á sömu heimilunum, þrátt fyrir ítrek-
aðar lækningatiiraunir.
Hvammstanga. 4 tilfelli, læknuð samstundis.
Blönduós. Kláði hefur stungið sér niður lítið eitt, og virðist vera
erfitt að losna við hann til fulls.
Sauðárkróks. Minna um kláða en nolckru sinni áður.
Dalvíkur. Nokkur tilfelli.
Akuregrar. Mjög lítið borið á kláða á þessu ári. Lækning þessa kvilla
gengið vel.
Kópaskers. Nokkur tilfelli, öll austan af Sléttu, sérstaklega af Rauf-
arhöfn. Annars virðist þessi leiðinlegi kvilli vera heldur í rénun.
Egilsstaða. Er efalaust á sveimi í héraðinu, en að jafnaði í svo
vægri mynd, að fólk leitar eltki læknis við honum.
Segðisfi. Með minnsta móti vart við kláða.