Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Side 64
62
daga með bráða magabólgu, en maginn komst ekki í lag, og blóð
fannst í saur, svo að maðurinn var fljótlega sendur til Reykjavíkur
til röntgenskoðunar, og fannst þá krabbamein á byrjunarstigi. Það
var numið burt, en sjúklingurinn fékk iðralömun eftir skurðinn og
dó. Þá dó hér á sjúkrahúsinu hálfsjötug kona, sem öðru hvoru hafði
haft útvortis berlda frá unga aldri, en fyrir noltkrum árum fengið
krabba í brjóst, og var það tekið þá á Akureyrarspítala. Hún fór að
kenna andþrengsla, og sýndi skyggning mikla infiltratio i öðru lung-
anu, auk þess sem recidiv fannst í eitlum utan á brjósthylkinu. Fjórði
sjúklingurinn var maður um sextugt, sem fékk ischiaseinkenni, er
sýndu sig stafa frá krabbameinsútsæði í hryggnum, en upphafsstað-
urinn var prostata, þó að ekki bæri á einkennum þaðan framan af.
Sauðárkróks. Krabbameinssjúklingar með langflesta móti. 8 nýir
sjúklingar slcráðir á árinu, en aðeins 5 hafa komið á mánaðarskrár.
Af þeim höfðu 6 ca. ventriculi, 1 ca. oesophagi og' 1 ca. vesicae
urinariae. 1 af sjúklingum þessum var skorinn á Akureyrarspítala og
fékk einhvern bata. Hinir voru ekki skurðtækir. 1 sjúklingur, skráður
í fyrra með ca. ventriculi, reyndist ekki hafa cancer, 5 sjúklingar
dóu á árinu úr krabbameini, allir úr ca. ventriculi.
Hofsós. 67 ára kona skráð með ca. mammae.
Ólafsfj. 2 nýir sjúklingar skráðir. Karl með ca. ventriculi. Dó hann
á Siglufjarðarsjúkrahúsi eftir uppskurð. Kona hafði adenocarcinoma
sterni. Var um tíma á Landsspítalanum, en lá um áramót á Siglu-
fjarðarspítala, dauðvona.
Akureyrar. Krabbameinssjúklingar eru ekki skráðir á mánaðar-
skrám nema 1, en samkvæmt bókum sjúkrahúss Akureyrar hafa
þangað komið á árinu 17 sjúklingar með krabbamein. Þar af hafa
5 dáið á árinu, en 12 hafa lifað, 8 innan héraðs og 4 utan. Samkvæmt
þeim skrám, er ég hef um þá sjúklinga, er aðgerðir hafa verið gerðar
á vegna krabbameins, telst mér svo til, að hér hafi verið við árslok
1947 32 innanhéraðsmenn og 4 utanhéraðsmenn og dánir á árinu
alls úr krabbameini 12.
Grenivíkur. Roskin kona lézt úr ca. ventriculi.
Breiðumýrar. Ekkert tilfelli á árinu.
Kópaskers. 3 gamlir menn dóu úr krabba á árinu (enginn á mán-
aðarskrá). Hafði enginn þeirra leitað læknis út fyrir héraðið, og dóu
þeir allir án aðgerðar.
Vopnafj. 2 háaldraðir karlmenn dóu úr krabbameini — cancer
ventriculi, ca. recti.
Egilsstaða. 37 ára bóndi var skorinn upp snemma á árinu við ulcus
ventriculi og þá gerð resectio ventriculi. Síðan cinkennalaus þar til
í októberbju-jun. Röntgenrannsókn í Landsspítalanum leiddi grun að
malignitas, en aðgerð talin þýðingarlaus. Seinna hluta nóvemþer og í
desember voru komin greinileg obstructions-einkenni.
Seijðisfj. Með krabbamein skráðir 6 sjúklingar (5 á mánaðarskrá),
allir úr læknishéraðinu nema 1, og dóu 5 af þeim. Hinn 6. er 58 ára
kona, sem reyndist hafa ca. ventriculi og var skorin á Landsspítal-
anuin í júlí (resectio). Sjúklingur þessi er sæmilega hress, en anæmisk
og slöpp.