Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Qupperneq 65
63
Nes. 73 ára karlmaður með ca. ventriculi dó á árinu, og kona mcð
ca. uteri lá um áramót, banvæn (enginn á mánaðarskrá).
Hafnar. 3 dóu á árinu, en þeirra er ekki getið á mánaðarskrá.
Breiðabólsstaðar. 3 með ca. ventriculi og 1 með ca. intestini
(aðeins 1 á mánaðarskrá). Þar af er aðeins 1 eftir á lífi. Enn fremur
lézt á árinu 1 sjúklingur með ca. ventriculi, sem skráður var árið
áður. Væri mikil þörf á því að fá hingað röntgentæki, en annars
verður reynt að hafa vakandi auga á ölluin magasjúklingum og fram-
kvæmdar þær rannsóknir, sem unnt er að koma við hér, og sjúk-
lingarnir svo hvattir til að fara til Reykjavíkur til myndatöku.
Vestmannaeijja. 2 konur með ca. mammae og karlmaður með ca.
ventriculi.
Laugarás. Vissi ekki persónulega um neinn sjúkling, en á árs-
skýrslum presta eru 3 taldir dánir úr ca. og illkynja æxlum. Staðsett
aðeins á 1: sarcoma ossis sacri & ilei.
Keflavíkur. Maður um fertugt veiktist allskyndilega og fór bráð-
versnandi; var fluttur í Landsspítalann, og reyndist ca. ventriculi &
hepatis, sein var ekki skurðtækur. Annar maður um sextugt, sem
hafði haft góða heilsu, fór til rannsóknar vegna meltingartruflana,
og kom í ljós krabbamein í lifur. Virðast einkenni krabbameins stund-
um svo óljós, að læknis er ekki leitað fyrr en allt er um seinan.
9. Drykkjuæði (delirium tremens).
Töflur V—VI.
Sjúklingafjöldi 1938—1947:
1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947
Sjúkl........ „ 1 2 2 „ 3 1 2 3 1
Lælcnar láta þessa getið:
Hafnarfj. 1 sjúldingur á skrá
Segðisfj. Mun koma fyrir, en er þaggað niður af aðstandendum, svo
uð læknis er ekki vitjað.
r
C. Ymsir sjúkdómar.
L Algengustu kvillar.
Kleppjárnsreykja. Algengustu kvillar hér eins og víðar tann-
skemmdir, farsóttir, ígerðir, gigt tauga og vöðva, meltingarsjúkdómar,
taugaveiklun, slys.
Stylckishólms. Tannáta, slappleiki og blóðleysi, taugaveiklun og gigt.
Búðardals. Tannskemmdir 69 (226 tennur teknar), farsóttir 81,
Þar næst koma alls kyns slys, stór og smá, taugaveiklun og gigt ýmiss
konar.
Beykhóla. Algengustu kvillar, auk farsótta, tannskemmdir, gigt,
taugaslappleiki og magakvillar.
Bildudals. Eins og áður eru algengustu kvillar auk farsótta tann-