Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Side 66
64
skemmdir, meltingar- og taugatruflanir, húðsjúkdómar, háls-, nef-
og eyrnakvillar, smáslys og ígerðir, og svo gigtin.
Þingeyrar. Algengustu kvillar eru vafalaust farsóttirnar, slys (flest
þó lítils háttar), gigtarsjúkdómar og taugaveiklun. Farsóttir 389, slys
130, gigtarsjúkdómar 61, taugagigt 50, ígerðir og bólgur 42, bólgur í
þvagfærum 28, meltingaróhægð 22.
Flategrar. Algengustu kvillar: Farsóttir 439, ýmiss konar slys 150
(102 sár, 34 tognanir og mör, 9 beinbrot og 5 liðhlaup), þá 109 bólgur
og ígerðir ýmiss konar, meltingarkvillar 95, að ótöldum tannskemmd-
um, en dregnar voru 270 skemmdar tennur, andfærakvillar 112,
taugabólgur, taugagig't og taugavciklun 88, kvillar í hjarta og æðakerfi
44, í augum, eyrum og nefi 56, i þvagfærum 46, i getnaðarfær-
færum 30.
tsafj. Mest bar eins og áður á maga-, tauga- og æðakerfissjúkdóm-
um, auk tannskemmdanna.
Hólmavíkur. Algengustu kvillar munu vera tannáta, taugaveiklun,
gigt í ýmsum myndum, smáslys, húðsjúkdómar, auk farsótta.
Iivammstanga. Að undanteknum farsóttum, fyrst og fremst lcvef-
inu, eru algengustu kvillar enn sem fyrr taugaveiklun ýmiss konar
og slappleiki, gigt, tannskemmdir og meltingarkvillar (gastritis og
þ. h.).
Blönduós. Algengustu kvillar, auk kvefs og kverkaskíts, tann-
skemmdir, gigt, meiðsli ýmiss konar og alls kyns slen, einkum síðara
hluta vetrar og á vorin.
Sauðárkróks. Algengustu lcvillar farsóttir og aðrir sjúkdómar á
mánaðarskrám. Þar næst koma tannskemmdir 212 sjúklingar, slys
alls konar 202, ígerðir og bráðar bólgur 120, tann- og gigtarsjúkdómar
98, kvensjúkdómar og fæðingar 67, húðsjúkdómar 71, meltingar-
kvillar 64, blóðsjúkdómar 46, augnsjúkdómar 35, hjarta- og æðasjúk-
dómar 31, háls-, nef- og eyrnasjúkdómar 29, nýrnasjúkdómar 24.
Hofsós. Algengustu kvillar, auk farsótta, eru tannskemmdir, blóð-
leysi, meltingartruflanir og húðkvillar.
Ólafsfj. Auk farsótta eru tannsjúkdómar alg'engastir, 108 sjúkling-
ar. Dregnar út 216 tcnnur. Þar næst koma taugasjúkdómar og gigt-
Akureyrar. Algengustu kvillar munu vera tannskemmdir, gigt
(tauga og vöðva), meltingarsjúkdómar og taugaslappleiki. Allir eru
kvillar þessir ótrúlega algengir, en ekki get ég þó nefnt neinar tölur
máli mínu til stuðnings.
Grenivíkur. Tauga- og vöðvagigt, húðsjúkdómar, tannskemmdir,
bíóðleysi, taugaslappleiki, meltingartruflanir og höfuðverkur.
Kópaskers. Algengustu kvillar rnunu vera hér tannskemmdir, tauga-
veiklun, meltingarkvillar, ígerðir og svo „gigtin", sem kvelur allan
fjöldann.
Þórshafnar. Auk farsótta voru algengustu kvillar tannskemmdir.
Vopnafj. Þegar frá eru taldar farsóttir, eru algengustu kvillarnir,
eins og að undanförnu: Tannskemmdir, smá ineiðsli, smáígerðir í
fingrum og höndum, svo og alls konar líkamleg og andleg kröm og
vesaldómur, sem erfitt er að gefa nafn. Hef ég rakið þetta nokkuð
áður í ársskýrslu minni 1946.