Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Síða 68
66
3. Anaemia simplex.
Flateyrar. Alltíður kvilli.
Grenivikur. Töluvert ber á blóðleysi i fólki, mest þó í kvenfólki og
börnum.
Þórshafnar. Anaemia 2.
Vopnafj. S. asthenia s. avitaminosis 32.
Keflavíkur. Blóðleysi og slen mjög algengur kvilli hér, einkum
seinna part vetrar. Tel ég, að einhæft fæði, einkum fiskur, sé nokkur
orsök þessa. Nýr fiskur er hér allt árið, svo að segja við hvers manns
dyr, án þess að nokkuð þurfi að borga, og er því eðlilegt, að fólk
notfæri sér það, en þá fer það eðlilega á mis við aðrar nauðsynlegar
fæðutegundir.
4. Apoplexia cerebri.
Bíldudals. 75 ára gamall maður, er hafði verið geðbilaður í nokkur
ár, lézt úr apoplexia cerebri, sömuleiðis ungur maður, 26 ára, en
hann var af ætt, þar sem fjölmargir hafa látizt úr þessum sjúkdómi
á bezta aldri, meðal annars 2 systkini hans, enn frernur móðir og
margt af nánasta skyldfólki hennar. Piltur þessi var að dunda í trillu-
bát hér á höfninni, er hann hné niður meðvitundarlaus. Dó á 3. degi,
án þess að komast til meðvitundar.
Flateyrar. 5 tilfelli, 3 dauðsföll, allt gamalmenni.
Hvammstanga. 34 ára gömul kona í Bæjarhreppi fékk heilablæð-
ingu í ágúst og dó eftir nokkra daga. Þetta var í þriðja sinn, sem hún
fékk slíkt áfall. Systir hennar lézt úr sama sjúkdómi 1945. Virðist
veila í þessa átt nokkuð algeng í ætt þeirra, og er það lauslega rakið
í ársskýrlunni 1945.
Blönduós. Verður að teljast frekar ótíður sjúkdómur hér, en er þó
flest árin dánarorsök gamals fólks. Engin regluleg heilablæðingar-
ætt er hér í sýslunni.
Kópaskers. 1 háöldruð kona dó hér úr heilablóðfalli.
Þórshafnar. Apoplexia 1.
Vopnafj. Apoplexiae cerebri sequelae 1.
Vestmannaeyja. Hefur orðið 8 manns að bana á árinu, og er það
með meira móti.
5. Appendicitis.
Kleppjárnsreykja. 3 tilfelli. Send til aðgerðar.
Ólafsvíkur. Kl. 4 síðdegis greind appendicitis gangraenosa. 3 tímar
fara í að nálgast flugvél, er tekur sjúklinginn kl. 7 síðdegis sama
dag. Kl. 9 síðdegis sama dag er aðgerð lokið, sjúklingurinn kominn -
i sitt rúm í spítala, vaknaður, líðan góð. Lifi flugsamgöngurnar. 42
ára maður, Stapa: Greind appendicitis gangracnosa kl. 12 á hádcgi.
Flugvél, en sjúklingurinn komst ekki af stað með henni fyrr en kl.
8V2 að kvöldi. Kemur í Landsspítalann kl. 9%) aðgerð þegar í stað,
en appendix sprunginn. Kom heim eftir mánuð.
Búðardals. 6 tilfelli, þar af 2 in graviditate.
Reykhóla. 1 tilfelli á árinu, skorið í Reykjavik.
1