Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Page 70
68
Víkur. 2 tilfelli.
Vestmannaeyjci. Gert að veikinni í byrjun kasts, ef til þess fæst
samþykki viðkomanda.
6. Arteriosclerosis.
Grenivíkur. Nokkrir sjúklingar.
7. Arthritis.
Búðardals. 1 tilfelli, 76 ára gömul kona, með a. purulenta.
Þórshafnar. Arthritis 6.
8. Asthma.
Flateijrar. Alltaf nokkur tilfelli.
Blönduós. Sést stöku sinnum. Fyrir nokkrum árum hafði ég sjúk-
ling á Sltagaströnd, og fékk hann mjög heiftarleg asthmaköst. Ég
flutti hann á sjúkrahúsið, gaf honum adrenalín og kalk, en hin nýrri
asthmalyf voru þá ekki komin til sögunnar. Hann fór á togara, þegar
hann fór að hressast, var þar nokkra mánuði og hefur verið stál-
hraustur síðan. Enn furðulegri var þó sjúkdómsferill konu um fimmt-
ugt, sem sat stundum uppi nokkra sólarhringa í röð, másandi og
blásandi, en jafnframt fékk hún bjúg á fætur, flekki og paraesthesiur.
Ég hafði hana fyrst á sjúkrahúsinu, en sendi hana síðan á Lands-
spítalann, og þar lá hún í marga mánuði sem sannkallað dularfullt
fyrirbrigði, því að lepra, syringomyelia og aðrir óhugnanlegir genii
morborum voru á slæðingi í henni og umhverfis hana, án þess að
materíalíserast nokkurn tíma til fulls. Loksins tók hún sitt rétta eðli
á ný, án þess að nokkur maður vissi til þess neina frambærilega or-
sök, var send heim og rækir nú sín húsmóðurstörf með prýði, án
þess svo mikið sem að blása við nös. Það hefði ekki verið ónýtt
fyrir minn gamla collega frá Vestmannaeyjum, Friðrik huldlækni,
að fá þenna sjúkling til meðferðar, þegar aðrir voru komnir í þrot.
Þess skal getið, að konan fluttist í nýtt hús, er heim kom, en ég
taldi á því lítinn efa, að óheppileg allergen hefðu verið í hinu gamla.
Vopnafj. Asthina bronchiale 1.
Egilsstaða. 2 karlmenn eru í héraðinu með þenna sjúkdóm og 1
kona. Annar karlmaðurinn hefur haft veikina yfir 20 ár og er nú
alveg óvinnufær, liggur rúmfastur, svo að mánuðum skiptir. Hin 2
að mestu óvinnufær.
Breiðabólsstaðar. 1 sjúklingur mjög slæmur með króniska broncliitis
í ofanálag. Hefur fengið pensilín og streptomycinkúra og skánar þá
í bili, en versnar aftur. Haldið við með adrenalíni og aminophyllini,
og mörg fleiri lyf hafa verið reynd án árangurs.
Vestmannaeyja. Veit um 5 sjúklinga í héraðinu; hafa þeir allir
þolanlega heilsu með notkun lyfja.
9. Atresia vaginae.
Þórshafnar. Atresia vaginae 1.
Seyðisfj. 14 ára stúlka, þroskamikil, sem aldrei hafði haft á klæð-
um, hafði 2 síðustu árin oft haft bakverk og upp á síðkastið erfið-
leika og verki við þvaglát. Hafði Ijósmóðir verið fengin til að