Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Síða 71
69
katheterisera, án minnar vitundar. Verkirnir fóru síðan að koma i
köstum, og í einu slíku kasti er mín vitjað. Kom þá í ljós spenntur
og fluctúerandi tumor frá lífbeini og upp að nafla. Gynaecologisk
rannsókn sýndi, að um atresia vaginae var að ræða. Stúlkan var lögð
á sjúkrahúsið og þar gerð aðgerð — dælt út kynstrunum öllum af
dökkleitu, þykku blóði. Síðan alger vellíðan og klæðaföll eðlileg.
10. Avitaminosis.
Reykhóla. Ég tel mig hafa orðið greinilega varan við hypovitaminosis
C. Sjúklingar koma með bólgið og blæðandi tannhold, sumir með
taugaóþol og slappleika, og batna slík tilfelli oftast við C-vitamín-
gjöf. Sum gigtartilfellin batna nokkuð við B^-vítamíngjöf. Rachitis
hef ég ekki rekizt á, enda er ungum börnum yfirleitt gefið lýsi og
kalk. En eig'i má það teljast undarlegt, þótt hér sé heldur fjörefna-
snauð fæða, þar eð nýmetisskortur er mjög tilfinnanlegur allt árið,
og í vetur hafa kúm verið gefin illa hirt hey, og bitnar það að nokkru
leyti á mjólkinni.
Þingeijrar. Avitaminosis 3. Er sú sjúkdómsgreining ex juvantibus
Klínisk einkenni ekki fyrir hendi, en viðkomandi batnaði við víta-
míngjörf.
Flateijrar. Avitaminosis verður alltaf vart árlega, og munu þar
ekki öll kurl koma til grafar. Mun mikill hluti hinnar algengu van-
heilsu og þróttleysis, sem töluvert ber á seinna hluta vetrar, stafa af
fjörviskorti. Vanheilindi margra barnshafandi kvenna, einkum þau,
sem mest ber á fyrra hluta meðgöngutímans, stafa af B-fjörviskorti,
og reynist mér ekkert eins vel og B-fjörvi við hyperemesis gravidarum.
Ég' sá 8 tilfelli af rachitis og 7 skyrbjúgstilfelli á árinu.
Hólmavikur. Án efa til hér, einkum C-skortur meðal kvenna og
barna. Væga beinkröm má víða sjá, þrátt fyrir all-ahnenna lýsis-
gjöf.
Hvammstanga. Tel mig ekki hafa séð greinilegar avítamínósur, en
grun finnst mér það mega vekja um nokkurn skort á vítamínum í
fæðu manna, einkum C- og B-flokkunum, hve góður árangur fæst oft
af gjöf þessara efna, ýmist per os eða og einkum parenteralt við
slappleika, taugaveiklun og gigtarverkjum þeim, sem svo margir
kvarta um.
Blönduós. Sjást nú sjaldnar en áður, enda viðurværi almennings
gott hér, mjólkurneyzla mikil, garðrækt talsverð, og' hveitibrauðsát
fer minnkandi. Ég hef heldur ekki séð beriberieinkenni síðustu árin.
Þó tollir maður í tízkunni og gefur allmikið af ýmsum bætiefnum,
oft með góðum árangri við ýmiss konar sleni.
Hofsós. Helzt B1, D og C-vítamínskortur.
Ólafsfj. Væg tilfelli koma fyrir. Færri börn nú orðið, sem koma í
skóla með menjar eftir beinkröm.
Grenivíkur. Töluverð brögð að B^-vítamínskorti, einnig að C, en þó
ber mest á honum síðara hluta vetrar og að vorinu. Hef ég gefið nokk-
uð af bætiefnum, oft með góðum árangri, og eins fá börn hér snemma
lýsi og því haldið áfram fram undir fermingu. Rachitis hef ég ekki
rekizt á á háu stigi.