Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Síða 72
70
Kópaslcers. 1 rachitistilfelli, meðalþungt. Lét vel undan lýsi og kalki.
C-hypovitaminosis 1 sjúklingur. Batnaði fljótt við stóra skammta af
acidum ascorbicum. Enn fremur grunur uin nokkur tilfelli, þar sem
voru pasturslítil pelabörn haustborin, er undir eins hresstust, er þau
höfðu fengið C-vítamín. B-avitaminosis álít ég eina konu hafa haft
hér. Kvartaði hún um verki milda, sérstaklega í fótleggjum. Fékk hún
B-vítamínvökva í vöðva og batnaði við það.
Þórshafnar. Avitaminosis 7.
Vopnafj. Margt af því kramarfólki, sem áður er minnzt á í sambandi
við hina algengustu kvilla, leitar nú sérfræðinga í Reykjavík, og kveður
jafnan við sama tón, að sjálfs þess sögn, er það kemur heirni aftur:
Bætiefnaslcortur. Vera má, að svo sé, en hitt er þó jafnvíst, að fæstum
þessara sjúldinga batnar við bætiefnaátið. í því er sama krömin, þótt
það éti vítamíntöflur í hundraða eða jafnvel þúsunda tali. Flest af
þessu kramarfólki virðist hafa gott fæði: Næga mjólk, kartöflur, kjöt
og annað það, sem fóllc hefur dafnað vel af úti um sveitir landsins.
There is something rotten in the state of Denmark. Rachitis 3.
Egilsstaða. 2 húsmæður fengu á útmánuðum mikla gingivitis með
tonnlosi. Batnaði, og tennur festust við stóra skammta af askorbínsýru.
Nes. Þrátt fyrir allsnægtir, ber mikið á sleni, lystarleysi og öðrum
krankleika, sem oftast hverfur við vítamíngjafir. Mest ber á þessu
í börnum. Ég nota einnig mikið ljósalampa, sem Rauðakrosinn á og
starfrækir hér, og' reynist ljósameðferðin einkum vel við stækkuðum
tonsillum og adenitum á hálsi.
Hafnar. Ég verð að gera þá játningu, að ég hef ár frá ári aukið notk-
un fjörefnalyfja, og á ég þá einkum við önnur lyf en lýsi, en því hef ég
alla tíð reynt að halda vendilega að fólki. Þegar til mín kemur fólk,
sem ég þekki að dugnaði og atorku, bæði konur og karlar, og kvartar
um alls konar „leiðinleg'heit", svo sem fjörleysi, slen, þreklevsi og
að það sé einhvern veginn sjálfu sér ónóg't, eins og sumir orða það,
enn fremur um þreytuverki í „taugum“ o. s. frv. og svo er ekkert
verulegt objectivt að finna (ef til vill tannblæðingar og atoni á lágu
stigi), og blóðlitarefni virðist innan eðlilegra marka — þá hef ég
stundum freistazt til að gefa þeim bætiefni, eftir því sem ég áleit heppi-
legast. Þegar svo ber við, sem ekki er hlutfallslega sjaldgæft, að sjúk-
lingunum finnst þeir hressast við og verða „eins og aðrir menn“ á til-
tölulega stuttum tíma, þá finnst mér, að mér sé ekki láandi, þótt ég
gefi bætiefnunum stundum dýrðina. Engar áberandi „avitamínósur“
hef ég samt rekizt á, nema rachitiseinkenni á nokkrum börnum, svo
að ekki var um að villast. Þó rakst ég á talsverða beinkröm (allbogna
fætur) hjá þriggja ára telpu, sem þó hafði notað lúðulýsi, en ekki nóg-
Breiðabólsstaðar. 1 tveggja ára barn með beinkröm. 2 sjúklingar
með gingivitis, sennilega vægan skyrbjúg. Báðum batnaði við C-víta-
míngjöf. B-vítaminósis 1. gr. sennilega nokkuð algeng; helzt er kvartað
um þreytu, handadoða, „gigt“ og lystarleysi.
Vesimannaeijja. Vart verður lítils háttar beinkramareinkenna a
börnum á 1. ári, sem komið er með á heilsuverndarstöð. Batnar jafn-
aðarlegast fljótt við kvartsljós og bætt mataræði. B-fjörefnaskortur er
algengur, einkum upp úr skammdegi í byrjun vertíðar, en fer þverr-