Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Page 74
72
Hólmavíkur. Ekki óalgengur kvilli, vafalítið oft af allergiskum
uppruna.
Hvammstanga. 6 tilfelli.
Ólafsfi. Nokkrir sjúklingar árlega.
Akureijrar. Talsvert um sjúklinga með eczema eða eczematösa húð-
kvilla, og gengur mismunandi vel að lækna þá.
Grenivíkur. 13 sjúklingar leituðu mín á árinu.
Kópaskers. Nokkur tilfelli, flest gömul.
Þórshafnar. Eczema 26.
Vopnafi. Eczema í sambandi við æðahnúta á fótleggjum 11, annað
en cruris varicosum 17.
Egilsstaða. Algengur og þrálátur kvilli og vanþakklátt verk við að
fást.
Búða. 2 slæm tilíelli komu fyrir á árinu, hvort tveggja rosknar
konur. Önnur konan var send á Landsspítalann; lá hún þar lengi og
fékk bata.
Vestmannaegja. Ber alltaf eitthvað á þessum sjúkdómi, einkum þó
samfara fótasárum á konum og körlum.
16. Emphysema pulmonum.
Ólafsfi. 2 sjúklingar.
Grenivilcur. 1 sjúklingur, roskin kona.
Vopnafi. 3 tilfeili.
17. Enuresis nocturna.
Akureyrar. Sjúkdómurinn ekki algengur hér um slóðir.
Grenivíkur. 1 sjúklingur.
18. Epilepsia.
Dalvikur. 1 karlmaður, sennilega eitthvað dement.
19. Erysipeloid.
Búðardals. Aðeins 1 tilfelli í sláturtíðinni.
Flateyrar. Fáein tilfelli í hraðfrystihúsunum og fiskimjölsverk-
smiðjunum.
Hólmavíkur. Sá ég tvisvar í sláturtíðinni.
Hvammstanga. 1 tiifelli á mánaðarskrá í júlí.
Hofsós. 1 tilfelli í sláturtiðinni (annað skráð á mánaðarskrá í júíí) -
Grenivíkur. Aðeins 1 sjúklingur á árinu.
Kópaskers. 1 sjúklingur, maður, sem vann í sláturhúsi.
Vopnafi. 3 tilfelli.
Egilsstaða. Fleiri eða færri sjúklingar í hverri sláturtíð.
Nes. 5 tilfelli á mánaðarskrá (janúar 1, apríl 1, maí 1, ágúst 2).
Búða. Nokkur tilfelli í sláturtíðinni.
Hafnar. 3 tilfelli á mánaðarskrá (maí 1, ágúst 2).
Vestmannaeyja. Strjálingstilfelli frá hráæti (kjöti og fiski). Pensilín
reynist ágætlega í þrálátum tilfellum, sem batna ekki fljótlega við
10% krómsýrupenslanir.