Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 76
74
kvilli hér á vertíðinni. Fyrir kemur, að 10—15 sjúklingar með fingur-
og handarmein eru undir læknishendi sama daginn.
21. Granuloma.
Sauðárkróks. Nokkur lilfelli eftir sláturtíð, eins og vant er, en með
langminnsta móti.
Akureijrar. Með allra minnsta móti.
Þórshafnar. 1 tilfelli á mánaðarslcrá í júlí.
Vopnajj. Granuloma 4.
Víkur. 2 tilfelli.
22. Haemophilia.
Blönduós. Þenna kvilla sá ég nú í fyrsta sinn á ævinni, og þykir mér
hann óhugnanlegur sjúkdómur. Hér dvaldist i nokkra daga ekkja eftir
ungan Húnvetning, ættuð norðan af Langanesi, með dreng sinn á öðru
ári. Hún hafði átt 4 bræður, alla með ofblæði, og lifði aðeins einn
þeirra. Drengurinn hafði nokkuð sítt septum gingivalc og hafði rifnað
lítils háttar upp í það. Blóð seitlaði sífellt úr þessari smáskeinu, og
var komið með drenginn á sjúkrahúsið, því að móðir hans hafði áður
verið yfir honum undir líkum aðstæðum á Landsspítalanum, þar sem
fullerfitt hafði reynzt að stöðva blóðrásina. Drengurinn var 2 daga
á sjúkrahúsinu, og gaf maður honum sífelldar inndælingar dag og
nótt, blóð úr móðurinni, coagulen, C og K-fjörvi, en allt kom fyrir
ekki; þótt blæðingin stöðvaðist í bili, tók hún sig mjög skjótlega upp
aftur. Ég hafði að lokum ekki önnur ráð en að binda grisjurenning
mjög fast yfir efri vörina og aftur fyrir hnakkann. Hætti þá blæð-
ingin, en byrjaði á ný, er bandið var losað. Batt ég þá enn á ný yfir
vörina á þenna hátt, fékk bíl til að fara með drenginn beina leið
suður á Landsspítala, og þar tókst eftir Ianga mæðu að stöðva blæð-
inguna. Síðar fékk ég þær fréttir af honum, að honum hefði blætt út
nokkrum mánuðum seinna.
23. Hernia incarcerata.
Sauðárkróks. 2 tilfelli af hernia incarcerata, annað gamall maður,
og tókst þar að reponera görnunum. Hitt var áttræð kona, og varð
að gera á henni herniotomíu í staðdeyfingu; síðan lokað með
Bassinisaum. Heilsaðist henni vel. Hafði hún haft þetta kviðslit í
60 ár.
Búða. 2 tilfelli, bæði í sjálfheldu og bæði frá fyrri tíð. Annað til-
fellið, miðaldra maður, var sendur á Landsspítalann og skorinn þar
upp. Hitt tilfellið, maður á níræðisaldri, og tókst að losa. Hann vill
ekki láta skera sig upp.
Vikur. Hernia inguinalis incarcerata á gamalmenni, sem tókst að
reponera eftir langa mæðu.
24. Hypertensio arteriarum.
Flateijrar. Hypertensio arteriarum svipuð frá ári til árs, algeng
i rosknu fólki.
Hólmavíkur. Virðist algeng meðal aldraðs fólks.
ólafsfí. Nokkrir sjúklingar, og fer þeim fjölgandi.
Vopnafí. Hypertonia 1.