Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 77
75
25. Hypertrophia prostatae.
Grenivíkur. 1 sjúklingur.
26. Idiosyncrasia.
Flateijrar. Ofnæmi af ýmsum tegundum er algengt hér í sjávar-
þorpunum, og' ber einna mest á ofsakláðanum á vorin, og svo ýmiss
konar eczemum. Er þetta sjáanlega í sambandi við breytingar á matar-
æði fólksins eftir árstíðum, en sumt atvinnusjúkdómar, t. d. sements-
eczema.
Hólmavíkur. Ung stúlka fékk skyndilega erythema morbilliforme
um allan kroppinn og hafði byrjað kringum genitalia. Kom í Ijós,
að hún hefði notað stovarsoltöflur við fluor vaginalis í 3 daga eftir
ráðleggingu sérfræðings í Reykjavík. Erythemið hvarf fljótlega, er
hún hætti að nota töflurnar og hafði fengið calc.ii gluconat i. v. nokkr-
um sinnum. Vafalaust fáséð lyfofnæmi.
Blönduós. Allergie af ýmsu tagi hreint ekki óalgeng, einkum í
börnum, sem koma í sveitina til sumardvalar. Um ofnærni fyrir hey-
ryki lief ég oft talað áður í skýrslum mínum.
Egilsstaða. Stúlka innan tvítugs hafði útbreitt eczema á höndum
og fótum, og fylgdu því skyndileg oedema með mikilli transudatio.
Reynd voru alls konar lyf, bæði útvortis og innvortis. Batnaði öðru
hverju, en sótti jafnan í sama horfið aftur. Síðar á árinu fór hún til
rannsóknar í Reykjavík. Þar lirskurðað, að um idiosvncrasis fyrir
vissum matartegundum væri að ræða og konunni settar reglur um
mataræði. Batnaði. Áberandi heymæði í mörgum rosknum mönnum.
Þola þeir ekki að korna í hey á vetruin, en fella sig ekki við hey-
grímur.
27. Lymphogranulomatosis.
Búðardals. Kona, 56 ára.
28. Migraene.
Vopnajj. Migraene 1.
Búða. 2 ungar konur.
29. Morbus Basedowii.
Vopnafj. Morbus Basedowi 1.
Búða. 2 konur, báðar sendar á Landsspítalann.
30. Morbus cordis.
Búðardals. 4 tilfelli. 1 sjúkl. dó.
Þingegrar. 5 tilfelli (valvularum 2, sclerosis arteriarum coronari-
um 3).
Flategrar. 6 sjúklingar.
Hvammstanga. 6 sjúklingar með hjartabilun. 1 dauðsfall.
ólafsfi. 1 sjúklingur með angina pectoris lézt á árinu.
Akureyrar. Hjartasjúkdómar og hjartatruflanir eru algengar hér,
°g má nefna sem dæmi um tíðni þessara sjúkdóma, að á árinu hafa
dáið hér 19 manns úr hjarta- og æðakerfissjúkdómum, og eru þá
þessir sjúkdómar þar með algengasta dánarorsök á árinu.