Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Side 79
77
35. Phthiriasis pubis.
Þórshafnar. Kvæntur karlmaður fékk á sig flatlús. Hef ég annars
ekki orðið var þessa kvilla lengi.
36. Pneumoconiosis.
Búðardals. Alltaf nokkrir sjúklingar með sjúkdóm þenna og með-
fylgjandi lungnaþembu.
Reijkhóla. Heymæði hefur gætt hér nokkuð í vetur, og má rekja
það til slæmra heyja, sein nóg er af nú eftir óþurrkana í fyrra sumar.
37. Rheumatismus.
Búðardals. Alls konar gigt ákaflega tíð, hvað sem veldur. Fólk hefur
komizt upp á að nota mikið af alls konar antineuralgica til þess að
ráða bót á þessu, en árangurinn cr oft lítill annar en að venja menn
á lyf og svo peningaeyðsla.
Reykhóla. Gigt í ýmsum myndum algeng, og er oft erfitt að lækna
hana. Helzt er reynd fjörefnagjöf, gigtarpillur og plástrar.
Þingeyrar. 61 tilfelli, sundurgreind, eftir því sem tök eru á, þannig:
arthritis carpi 1, cubiti 1, polyarthritis chronica 1, arthrosis genus 2,
periarthritis humeroscapularis 10, spondylarthritis deformans 2,
rheumatismus musculorum 38. Langalgengustu lokalisationirnar eru
í m. trapezius (6) og mjóbaksvöðvum (16). Ncuritis n. ischiadici 5,
n. occipit. maj. 1.
Hólmavikur. Gigt í ýmsum myndum einn algengasti kvillinn.
Þórshafnar. Luinbago 8, ischias 5, neuralgiae 4.
Vopnafj. Lumbago 13.
Egilsstaða. Gigt i margs konar myndum er algeng hér. B-vítamin
gefst stundum vel. Aðrir halda sér við með gigtaráburði, pillum og
plástrum.
Breiðabólsstaðar. Svo kölluð vöðva- og taugagigt virðist oft batna við
B-compIexgjöf, ef gefnir eru nógu stórir skammtar.
38. Sclerosis disseminata.
Búða. 2 konur, önnur þeirra allþungt haldin og oftast rúmföst;
fær annað slagið epileptoid krampaköst, og eykur það mjög á van-
liðan hennar.
Vestmannaeyja. 1 tilfelli, kona um 30 ára að aldri. Kom af Landa-
kotsspítala og liggur nú hér í sjúkrarhúsinu.
39. Síruma.
Olafsfj. Gömul kona, scnd til handlæknis til aðgerðar. Batnaði veru-
lega.
Egilsstaða. Kona um þrítugt hefur sjáanlegt struma. Háir henni
ekkert.
Seyðisfj. 2 konur hér hafa struma, án Basedowseinkenna. Séð hef
eg, að calciumgjöf dregur úr strurna, og hefur svo reynzt um þessar
konur.
40. Sycosis barbae.
Á mánaðarskrá í Rvik er í október getið eins tilfellis.