Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Side 81
79
D. Kvillar skólabarna.
Tafla X.
Skýrslur um skólaskoðanir hafa borizt úr öllum læknishéruðum
nema Hesteyrar (sennilega hefur þar verið lítið um skólahald) og taka
til 13995 barna.
Af þessum 13995 börnum voru 15 talin svo berklaveik við skoðun-
ina, að þeim var vísað frá kennslu, þ. e. 1,1%0. Önnur 36, þ. e. 2,6%c,
voru að vísu talin berklaveik, en leyfð skólavist.
Lús eða nit fannst í 802 börnum af 13767, sem skýrslur ná til
að því leyti, eða 5,8%, og kláði á 16 börnum í 7 héruðum, þ. e. í,2%c.
Geitur fundust ekki í neinu barni.
Við skoðunina ráku læknar utan Reykjavíkur sig á 148 af 9020
börnum með ýmsa aðra næma kvilla, þ. e. 1,6%. Skiptust kvillar
þeirra, sem hér segir:
Angina tonsillaris....................... 54
Catarrhus resp. acutus .................. 85
Impetigo contagiosa....................... 8
Pneumonia catarrhalis .................... 1
Samtals 148
Um ásigkomulag tanna er getið í 8147 skólabörnum. Höfðu 5462
meira eða minna skemmdar tennur, þ. e. 67,0%. Fjölda skemmdra
tanna er getið í 6845 skólabörnum. Voru þær samtals 13831, eða til
uppjafnaðar 2,0 skemmdar tennur í barni.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Rvík. (4975). Alls 6 barnaskólar, og hafa 4 þeirra sérstakan skóla-
lækni, þ. e. innanbæjar barnaskólarnir. Helztu kvillar, sem í börnun-
um fundust, voru þessir: Austurbæj arbarnaskóli (1621):
Beinkröm 34, blóðleysi 19, eitlabólga (smávægileg) 62, eitlingaauki1)
72, eczema 6, heyrnardeyfa 3, hryggskekkja 44, kviðslit (nára og
nafla) 10, málgallar 2, sjóngallar 46. Kópavogsbarnaskóli
(72): Eitlabólga 1, eitlingaauki 15, hryggskekkja 1. Laugarnes-
barnaskóli (1218): Beinkröm 123, eitlabólga (mikil) 2, eitlabólga
(smávægileg) 155, eitlingaauki 262, eczema 15, heyrnardeyfa 4,
hryggskekkja 71, kviðslit (nára- og nafla) 28, málgallar 2, sjóngallar
f) Tonsilla palatina cr svo margnefncl á íslenzku, að neinur orðið heilu orða-
safni, svo seni hér og hér á cftir má finna dæmi um. Að jafnaði eru heitin i fleir-
tölu (þ. e. báðar tonsillae nefndar saman): eitlingar, gómeitlar, gómeitiingar
(G. H.), hálskirtlar, kokeitlar, kokeitlingar (tonsilla pharyngica: lcokeitlingur —
G. H.), kokkirtlar o. s. frv. Hypertrophia tonsillarum á sér þó enn fleiri heiti,
bvi að þau eru mynciuð með því að skeyta af handa hófi ýmist auki, stækkun
eða þroti aftan við eitthvert kirtilheitanna. Þessi margnefni eru skýr vísbend-
mg um, að enn hefur ekki telcizt að finna viðunandi íslenzlct heiti á þessa títt
nefndu kirtla. Hér skal bcnt á þá leið út úr nafnaglundroðanum, að tonsilla
Palatina heiti eftirleiðis: kverkill, báðar saman: kverklar, en hypertrophia ton-
sillarum kverkilauki. Til samræmis heiti tonsilla pharyngica: kykill og vegetatio
adenoidea: lcykilauki.