Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Síða 91
89
það; eftir það féklc hann secundært glákóm og ulcus corneae á aug-
að. Þetta endaði svo með perforatio corneae og phthisis bulbi. Vegna
þessarar reynslu og svo hins, hve maðurinn var háaldraður, þótti mér
ekki fært að ráða til aðgerðar á heila auganu, þar sem hann auk þcss
hafði lítils háttar glætu á því. Af þeim 9 glákómsjúklingum, sem nú
eru skráðir í fyrsta sinn, hafa 4 þegar verið skornir upp, sem ég veit
um, enn fremur 2 af eldri sjúklingunum. Langflestir eldri glákóm-
sjúklinganna hafa verið skornir upp áður og sumir fyrir löngu, nokkrir
fyrir allt að 20 árum. 3 liálfblinda sjúklinga sá ég á þessu ferðalagi,
og hef ég séð 2 þeirra nokkur undanfarin ár; virðist sjónglætan hald-
ast furðu vel hjá þeim, þótt raunar sé hún svo litil, að þeir eru naum-
ast sjálfbjarga af þeim sökum. Þriðji maðurinn er sá, er ég gat hér
að framan. Sjúkdómur hans var cataracta, en liinna tveggja glákóm.
Táravegsstíflur voru annað hvort stilaðar, þar sem árangurs mátti
vænta af þeirri aðgerð, tárapoki tekinn eða meðul gefin, ef henta
þótti. 28 sjúklingar eru taldir undir fyrirsögninni aðrir sjúkdómar;
þar af höfðu 3 fengið perforatio corneae með cataracta sec. við slys-
farir. Augun voru gróin og frekari aðgerðir ástæðulausar í bráð, enda
höfðu þeir allir verið hjá sérfræðingi til aðgerðar eftir slysin. Einn
hafði luxatio lentis congenita, annar paresis facialis eftir otitis media
1—2 ára gamla, 1 ptosis congenita og 2 hypertensio arteriarum gravis
með blæðingum í augnbotni og sjóndepru af þeim orsökum. Hinir allir
höfðu minna háttar kvilla. 8 sjúldingar eru taldir með retinitis eða
chorioretinitis. í einum þeirra var sjúkdómurinn virkur, en hinir
máttu heita lausir við hann, eða hann var óvirkur, þegar ég sá þá.
Eins og áður var héraðslæknum sagt frá sjúklingum með alvarlega
augnsjúkdóma og þeir heðnir að hafa eftirlit með þeim, þar sem
hægt var.
4. Sveinn Pétursson.
Að þessu sinni féll niður ferð um Suðurland, að öðru leyti en því,
að farið var til Vestmannaeyja og dvalizt þar frá 1.—13. júlí. Skoðaði
ég þar 136 sjúldinga. Voru flestir með sjónlagsskekkjur og bólgur
í ytra auga, og fengu þeir viðeigandi meðferð. 5 sjúklingar, er ekki
höfðu komið til mín áður, voru með cataracta, 4 þeirra taldi ég ekki
skurðhæfa, en hinn 5. var ópereraður seinna um veturinn. 7 sjúk-
lingar voru með atresia ductus lacrimalis, og stílaði ég þá á staðnum,
o þeirra með góðum árangri. Ekkert nýtt glákóm fann ég í þessari
ferð.
IV. Barnsfarir.
Töflur XII—XIV.
_ Á árinu fæddust samkvæmt tölum Hagstofunnar 3703 lifandi og
50 andvana börn.
Skýrslur ljósmæðra geta fæðinga 3654 barna og 55 fósturláta.
tietið er um aðburð 3649 harna, og var hann í hundraðstöluni,
sem hér segir:
»
12