Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 92
90
Höfuð bar að:
Hvirfil................
Framhöfuð .............
Andlit ................
Sitjanda og fætur bar að:
Sitjanda ..............
Fót ...................
Þverlega ................
94,43 %
1,84 —
0,33 — 96,60 %
2,47 —
0,66— 3,13 —
....... 0,27 —
58 af 3654 börnum telja ljósmæður fædd andvana, þ. e. 1,6% — í
Reykjavík 25 af 1659 (1,5%) — en hálfdauð við fæðingu 44 (1,2%).
Ófullburða telja þær 139 af 3632 (3,8%). 9 börn voru vansköpuð, þ.
e. 0,2%.
Af barnsförum og úr barnsfararsótt hafa dáið undanfarinn áratug:
1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947
Af barnsförum 3 3 410 8 7 8 7 610
Úr barnsfarars. 3213331111
Samtals....... 6 5 5 13 11 10 9 8 7 11
í skýrslum lækna um fæðingaraðgerðir (tafla XIV) eru taldir þessir
fæðingarerfiðleikar helztir: Fyrirsæt fylgja 9, alvarlega föst fylgja
(sótt með hendi) 12, fylgjulos 6, meira háttar blæðing 24, fæðingar-
krampar 10, grindarþrengsli 14, þverlega 5.
Á árinu fóru fram 39 fóstureyðingar samkvæmt lögum, og er gerð
grein fyrir þeim í töflu XII. Hér fer á eftir
Yfirlit
um þær fóstureyðingar (14 af 39, eða 35,9%), sem framkvæmdar voru
meðfram af félagslegum ástæðum.
Landsspítalinn.
1. 20 ára óg. skrifstofustúlka í Reykjavík. Komin 9 vikur á leið. í
fyrsta sinn barnshaíandi. íbúð: í herbergi með 3 stúlkum. Fjár-
hagsástæður slæmar.
S j ú k d ó m ur : Tbc. pulmonum.
Félagslegar ástæður: Fátækt og' umkomuleysi.
2. 33 ára fráskilin heildsalafrú í Reykjavík. Komin 6 vikur á leið.
2 fæðingar og 1 fóstureyðing á 11 árum. 2 börn (11 og 9 ára) í
umsjá konunnar. íbúð: 2 herbergi. Fjárhagsástæður slæmar.
S j ú k d ó m u r : Arthritis & periarthritis rheumatica. Endo-
carditis rheumatica. Psychoneurosis.
Félagslegar ástæður: Fátækt og' umkomuleysi (fráskilin
ofdrykkjumanni fyrir 6 árum).
3. 27 ára g. atvinnulausum sjúklingi. Komin 4 vikur á leið. 1 fæð-
ing á 1 ári. íbúðarlaus, en fær að vera hjá kunningjafólki sínu.
Engar tekjur aðrar en barnsmeðlag.
Sjúkdómur: Asthma bronchiale (frá tveggja ára aldri).
Félagslegar ástæður: Örbirgð og umkomuleysi.