Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Page 93
91
4. 23 ára g. skipstjóra á Þingeyri. Komin 9 vikur á leið. 2 fæðingar
á 3 áruin. 5 rnánaða barn í umsjá konunnar. íbúð: 2 herbergi.
Fjárhagsástæður lélegar, með því að eiginmaður er berldaveikur
og nýfarinn á hæli.
Sjúkdómur: Tbc. pulmonum. Tbc. articulationis talo-cru-
ralis sin. sequelae.
Félagslegar ástæður: Heilsuleysi eiginmanns og erfiðar
heimilisástæður.
5. 38 ára g. verkamanni í Ólafsvík. Komin 11 vikur á leið. 10 fæð-
ingar á 17 árum. 8 börn (17, 14, 13, 10, 8, 4, 3 og %> árs) í um-
sjá konunnar. íbúð: 2 herbergi og eldhús (telst heilsuspillandi).
Tekjur fyrir neðan meðallag.
S j ú k d ó m u r : Debilitas. Bronchitis chronica purulenta dextra
(Iungað að mestu óstarfhæft).
Félagslegar ástæður: Örbirgð og léleg húsakynni.
6. 44 ára óg. saumakona á Vífilsstöðum. Komin 9—10 vikur á leið.
í fyrsía sinn barnshafandi. íbúð: 1 hex-bergi með annai’ri stiiíku.
Fjárhagsástæður: Eignalaus.
5 j ú k d ó m u r : Tbc. pulmonum sequelae.
Félagslegar ástæður: 50% öryrki. Einstæðingur.
7. 27 ára g. bónda, heimilisfang ekki greint. Komin 10 vikur á leið.
6 fæðingar á 6 árum. 6 börn (6, 5, 4, 2, 1 og % árs) í umsjá
konunnar. íbúð: 1 herbergi. Fjárhagsástæður slæmar.
S j ú k d ó m u r: Anaemia. Avitaminosis.
Félagslegar ástæður: Ómegð. Örbirgð. Eiginmaður veill
á geðsmunum.
8. 30 ára g'. sjómanni í Reykjavík. Komin 6 vikur á leið. 2 fæðingar
á 12 árum. Ekki hermt, hvort börnin séu í umsjá konunnar.
Ibúð: 1 herbergi og eldhús. Fjárhagsástæður ekki greindar.
S j ú k d ó m u r : Tbc. pulmonum.
Félagslegar ástæður: Erfiðar heimilisástæður og léleg't
húsnæði.
9. 29 ára g. verzlunarmanni í Reykjavík. Komin 6 vikur á leið. 2
fæðingar á 4 árum. 2 börn (4 og 3 ára) í umsjá konunnar. íbúð:
2 herbergi og eldhús. Fjárhagsástæður: Yfii-vofandi allsleysi.
Sjúlcdómur: Hyperemesis gravis. Neurosismus gravis.
F é 1 a g s 1 e g a r á st æ ð u r : Fyrir eiginmanni liggur margra ára
refsivist.
10. 41 árs g. simamanni í Reykjavík. Komin 8 vikur á leið. 3 fæð-
ingar á 11 árum. 3 börn (11, 7 og 5 ára) í umsjá konunnar.
íbúð: 2 hei-bergi og eldhús. Fjái'hagsástæður: Styrkþegar.
Sjúkdómur: Tbc. pulmonum.
Félagslegar ástæður: Örbii'gð. Heilsuleysi eiginmanns
(hefur undanfarin 4 ár verið á berklahæli).