Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 103
101
Hcifnarfj. Nokkrar slysfarir urðu á árinu. Flest sjómenn, sem
drukknuðu á hafi úti, tók ut af fiskiskipum. Einn maður drukknaði
í höfninni.
Akranes. Maður, 23 ára, dó af slysi. Við íþróttaiðkun (stökk),
kom hann niður á höfuðið og mun hafa hálsbrotnað. Var fluttur á
spítala í Reykjavík.
Kleppjárnsreijkja. 1 dauðaslys: Unglingspiltur drukknaði í smá-
tjörn rétt við bæinn. Fract. Collcsi 1, kona datt á hálku. Lux. pollicis,
bylta í leikfimi, Ambustio pedum 1, maður lenti niður í skurð með
heitu hveravatni. Corpus alienum corneae & conjunctivae 1, nasi 1
(krækiber), digitorum 2 (flísar). Distorsiones & contusiones. 3.
Commotio cerebri 1, stúlka datt í tröppum. Vulnera incisa & puncta 4.
Ólafsvikur. Banaslys 1: Álma á mókvísl stakkst í auga á manni
við mótak. Fluttur samstundis loftleiðis til Reykjavíkur á Lands-
spítalann. Dó á 3. degi. Fract. tibiae 1, rifbrot 3, miðhandarbeinsbrot
1, korn í auga 1, mar og tognanir 7, skurðsár 8, bruni 4.
Shjkkishólms. Engin alvarleg slys komu fyrir þann tíma, sem mér
er kunnugt um (sept.—des.), en smábeinbrot komu fyrir, sömuleiðis
niinna háttar sár og mör.
Búðardals. 1 stórslys varð hér á árinu, er flugbátur frá h.f. Loft-
leiðum, er hér kom við til að taka farþega, hrapaði í sjóinn, er hann
var að taka sig upp til burtfarar. 4 farþeganna fórust með flugvél-
inni, 2 karlmenn og 2 konur. Af komust með naumindum flugmað-
urinn og 3 farþegar. Voru þau öll illa til reika, lostin1) og flest með
einhvern áverka. 2 þeirra, kona og karlmaður, höfðu fractura radii
sinistri, sem þau eflaust höfðu fengið við að bera fyrir sig hendur,
er flugvélin hrapaði. En bæði sátu sama megin í flugbátnum. Flug-
maðurinn var allmikið skorinn í andliti og víðar, og hin höfðu flest
einhver jar skrámur og mar, auk handleggsbrota hinna tveggja, sem
áður er getið. Fract. radii, auk þeirra, sem að ofan getur, 2, fibulae 1,
infractio ulnae 1, costae 1, vulnera diversa 14, distorsiones & contu-
siones 6, ambustio 1, corpus alienum oculi 5.
Reykhóla. Slys voru fá á árinu og engin stórvægileg.
Bíldudals. Engin meira háttar slys hafa komið fyrir á árinu. Fract.
ulnae 1, claviculae 1, distorsio pedis 3, lux. humeri 1. Annars talsvert
um skurði, stungur, mar og ýmiss konar smáskrámur, en ekkert. al-
varlegt.
Þingeyrar. Á árinu varð 1 slæmt slys. Vörubifreið valt út af veginum
yfir Brekkuháls. Vegagerðarmenn stóðu aftan á palli bifreiðarinnar
°g féllu eða stukku af, þegar þeir sáu, hvað verða vildi. Einn þeirra
varð með mjaðmargrind undir pallkantinum, og brotnuðu báðir rami
horizontales ossis pubis, auk þess sem brestur kom í acetabulum. Enn
fremur rifnaði urethra. Var fluttur á sjúkraskýlið á Þingeyri, og lá
hann þar um tíma. Ekki gat hann kastað þvagi hjálparlaust, en
hatheterizatio gekk sæmilega. Upp úr þessu fékk hann pelvisabscess
1) Þ. e. shockeruð. Ekki er að efa, að hér er vel og eðlilega að orði komizt,
sbr. skelfingu lostinn. En það sýnir aftur, að ekki er fráleitt, að shock heiti á ís-
lenzku lost, þó að sumir hafi á hornum sér.