Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Qupperneq 106
104
eldhúsborðinu. Orsök slyssins var sú, að börnin höfðu í leik kastað
gúmskóm upp á eldavélina, og sviðnaði hann þar og' framleiddi
reykjarsvæluna, en allar gáttir höfðu verið lokaðar, til þess að börnin
gætu ekki sloppið út. Hér mun að öllum líkindum hafa verið um að
ræða kolsýrlingseitrun.
Hólmavíkur. Enginn dó af slysförum á árinu. Af slysförum var
þetta helzt: Fract. costae 2 (gömul kona datt á hálku, ungur maður
hrasaði með fiskkörfu í fanginu og lenti á bórðrönd), ulnae 1 (15
ára drengur), humeri 1 (12 ára telpa datt á skautum), malleolaris 1
(gömul kona hrasaði á hálku), mandibulae 1 (25 ára sjómaður, af-
leiðing ryskinga í ölæði annan jóladag), lux. menisci genus 1. Tveggja
ára drengur drakk vítissódaupplausn. Var lengi vesæll, féltk loks
strictura oesophagi og var þá sendur í sjúkrahús í Reykjavík. Ambus-
tiones 8, flest minna háttar, vulnera diversa 57, contusiones & distor-
siones 16, corpora aliena corneae & conjunctivae 11, corpus alienum
digiti 2 (glerbrot), nasi 1 (patróna).
Hvammstanga. 10 ára gamall drengur féll af bílpalli á veginum
skammt sunnan við Hvammstanga 11. apríl, og varð það hans bani.
Önnur slys: Ambustio 2, commotio cerebri 2, fract. humeri 1,
costarum 1, claviculae 1, Collesi 1, fibulae 1, complicata phalangis
manus sinistrae 1, vulnera incisa 4, contusa 3.
Blönduós. Tentamen suicidii kom fyrir þannig lagað, að kona drakk
úr glasi guttae rosae, en lifnaði við eftir magaskolun og örvunarlyf.
Slysfarir annars með minna móti og lítið alvarlegar, að undan teknu
dauðaslysi, er varð sunnan við Laxá í Ásum. Þar valt bifreið út af
vegi, og maður, sein sat hjá bifreiðarstjóranum, lenti með höfuðið
undir vagninum, er hann ætlaði að stökkva út úr honum forbrekkis.
Brotnaði höfuðkúpan og neðri kjálkinn, og dó maðurinn samstundis.
Maður þessi var úr Reylcjavík. 14 árum áður kom fyrir sams konar
slys á Vatnsskarði, og hefðu báðir mennirnir sjálfsagt haldið lífi,
ef þeir hefðu verið kyrrir inni í bifreiðinni, í stað þess að stökkva út
úr henni. Önnur brot voru: Fract. antibrachii 1, costae 3, digiti 2,
metacarpi 1, metatarsi 1, pollicis complicata 1, radii 1. Liðatognanir
gerðust 15, mör 19, benjar 39, brunar 4, aðskotahlutir í auga 18,
nál í hendi 1 og tófubit 1.
Sauðárkróks. Slys hef ég alls skráð 202, flest smá. Engin luxatio
kom fyrir á árinu. Fracturae komu fyrir 23: Fract. digiti 1, metacarpi
1, radii (Collesi) 4, (einu sinni við að setja í gang vél, sem „sló til
baka“, og þrisvar við fall á skiðum, á gólfi og götu), antibrachii 5 (við
fall), supracondyli humeri 1 (fall af hestbaki), colli chirurgici humeri
(datt í leikfimi), hann var sendur til Akureyrar til skurðaðgerðar),
costae 4, cruris 1 (fall á skíðum), tibiae 1, malleoli externi 1, meta-
tarsi I 2, complicata digiti II -j- vulnera contusa digitorum III, IV og V
(fór með höndina í vél á bát), gerð amputatio phalangis. Enginn dó
af slysförum á árinu.
Hofsós. Engin dauðsföll vegna slysa. Nokkur smáslys.
Ólafsfj. Vulnera incisiva 18, contusiones 16, combustiones 8, vulnera
dilacerata 27, distorsiones 9, abrasio cutis 2, vulnera puncta 4, fract.
tibiae 1, costae 2, antibrachii 1 (varð að spengja), compressio