Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 111
109
niikið á milli og áður á fyrri árum hér, þegar alls konar druslur,
snýtuklútar o. s. frv„ voru lagðar við sárin.
Eyrarbakka. Fract. antibrachii 2, claviculae 2, costarum 1. Lux.
humeri 1, contusions 10.
Selfoss. Fract. radii Collesi 6, costarum 8, claviculae 5, antibrachii
5, malleoli 4, submersio in mare 1, lux. humeri 6, cubiti 9, manus 3,
pedis 2, distorsiones variae 75, vulnera incisiva variis locis 77, puncta
7, contusa 32, contusiones variae 23, combustiones 11, corpora aliena
oculi 47, nasi 5, variis locis 14. Eitt af brunaslysunum, barn, sem
datt ofan í hver, var dauðaslys.
Laugarás. 2 húsbrunar urðu á árinu, hvern sunnudaginn eftir ann-
an. Fyrra sinnið brann gamall bær og hlaða á Spóastöðum í Biskups-
fungum. Til allrar hamingju var nýtt hús í smíðum og orðið fokhelt.
Ekkert slys varð þar á mönnum eða skepnum. í síðara skiptið brann
skólahús alþýðuskólans á Laugarvatni eða 2 hæðir ofan af þyí, en
eftir stóð kjallari og stofuhæð. Voru þessar efri hæðir að mestu undir
súð og klæddar einhvers konar olíubornum tréplötum. Fuðraði þetta
upp með slíkum hraða og ofsa, að mjög óvíst hlyti að hal'a orðið um
niannbjörg, ef að næturlagi hefði að borið. Og þótt gerðist nú á hæst-
um degi, varð engu bjargað af innbúi, fatnaði eða öðrum munum, og
mátti víst ekki tæpara standa um fólkið. Ein starfsstúlka hafði fengið
sér miðdegisblund, og er hún vaknaði við köll og háreysti, var henni
ekki útkomu auðið nema um glugga. Ætlaði hún að renna sér niður
á björg'unarkaðli, sem skólastjórinn var svo forsjáll að hafa þar í
öllum herbergjum, en í fátinu mun hún hafa misst hans, og féll hún
til jarðar allhátt fall og slasaðist illa; híaut hún fract. antibrachii
complicata, costarum og auk þess margar skeinur og skrámur. Bíll
var á leið til Reykjavíkur. Hjá Lögbergi ætlaði hann að aka fram úr
bíl, sem á undan var, en í sama bili bevgði sá bíll heim að Lögbergi.
Tarð þar mikill árekslur, og beið einn maður bana, en annar slasaðist
illa. Þessi heinbrot sá ég: Fract. colli femoris 1, scapulae 1, costarum
1» mandibulae 1, humeri 1, malleoli lateralis 1. Aðrar slysfarir, sem
mér var kunnugt um, voru yfirleitt smávægilegar, distorsiones,
contusiones, smábrunar og smásár.
Keflavíkur. Stór slys ekki mörg á þessu ári. Af smærri slysum eru
olgengust skurðslys í hraðfrystihúsum, en þau eru mjög tíð. Enn
fremur er atl-algengt, að menn fari í vélar með fingur eða hönd.
Eeinbrot voru sem hér segir: Höfuðkúpubrot 1, mjaðmarbrot 1, lær-
beinsbrot 1, framhandleggsbrot 5, upphandleggsbrot 2, rifbeinsbrot 5,
lótbrot 3, liðhlaup í öxl 3, viðbeinsbrot 2, nefbrot 1, brunaslys 6,
Þar af 1 af eitursódalegi, er skvettist í andlit og augu.
í þessum 36 héruðum, þar sem um slys er getið, eru þannig talin
beinbrot og Iiðhlaup, sem hér segir:
Beinbrot:
Fract. ossis frontis ........................... 1
— cranii v. baseos cranii .................... 26