Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Qupperneq 113
111
VI. Geðveikir, fávitar, daufdumbir, málhaltir,
heyrnarlausir, blindir og deyfilyfjaneytendur.
Töflur XV—XVI.
Skýrslur hér að lútandi hafa borizt úr öllum héruðum, en skýrslan
úr Rvík tekur þó aðeins til daufdunibra og blindra. Allri þessari
skýrslugerð er auðsjáanlega jafnan mjög áfátt.
Læknar láta þessa getið:
U m g e ð v e i k a.
Hafnarfj. Nokkrar manneskjur eru geðveikar í héraðinu, og hefur
ekki tekizt að koma þeim á sjúkrahús.
Búðardals. Rúmlega tvítugur maður með psychosis depressiva fékk
„electric shock“-meðferð í Reykjavík og hatnaði.
Þingeijrar. Sama geðveika konan, sem getið er um í síðustu skýrslu,
gengur enn þá um, öllum til mikilla leiðinda.
tsafj. Geðveikir hinir sömu og árið áður, og dveljast allir á geð-
veikradeild Elliheimilisins hér.
Ogur. Nokkuð ber á geðveiki i þessu héraði, helzt í rosknu fólki.
Hólmavíkur. Geðveikir menn engir í héraðinu sem stendur.
Hvammstanga. Öðrum af 2 geðveikissjúklingum tókst að koma á
sjúkrahús St. Franciskussystra í Stykkishólmi; var það mikill léttir
fyrir viðkomandi hreppsfélag.
Blönduós. Með geðveikum manni, sem dvelst á sveitaheimili, með
því að ekki hefur tekizt að koma honum á Klepp, verður að gefa um
10 þúsund krónur á ári, og er það mjög tilfinnanlegt fyrir hreppinn,
sem er fámennur.
Sauðárkróks. Önnur konan, sem var á skrá í fyrra, sinnir nú orðið
störfum og telst nokkurn veginn heilbrigð.
Hofsós. Enginn nýr sjúklingur á árinu.
Ólafsfj. 1 nýr sjúklingur skráður, stúlka með þvottaæði. Var komið
á Iílepp.
Dalvíkur. Depressio mentis 1 tilfelli, ungur maður, gengur illa bat-
inn. Paranoia minor, miðaldra maður; mikið um psychosis í ættinni.
Akureyrar. Geðveikrahæli það, sem bærinn rekur í sambandi við
sjúkrahús Akureyrar, hefur verið fullskipað (þ. e. 11—12 sjúklingar)
þegar frá opnun þess, og bætti það að vísu nokkuð úr brýnustu
nauðsyn, en þó ekki nema að hálfu leyti, þar eð þurfa mundi a. m. k.
húsrúm fyrir 30 sjúklinga, ef vel ætti að vera. Psychosis manio-
depressiva talsvert algengur sjúkdómur, og virðist alltaf vera jafn-
erfitt að koma sjúklingmn þessum fyrir á hæli eða fá þeim gæzlu í
heimahúsum.
Vopnafj. Geðveikir 2.
Segðisfj. Enginn geðveikissjúklingur er á skrá, en 60 ára kona, sem
er hálfgerður auli að eðlisfari, varð „kolbrjáluð“ um mánaðartíma,
eftir að 73 ára gamall karl, sem hún hafði búið með í nokkur ár, lézt.
En sorgin gleymist fljótt, og konan tók gleði sína aftur.