Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 118
116
Lælcningaleyfi veitt á árinu:
1. Almenn 1 ækningaley f i:
Ólafur Bjarnason (13. maí).
Jón Hjaltalín Gunnlaugsson (30. desember),
Þorgeir Gestsson (30. desember).
2. Sérf ræðingaleyf i:
Gunnar J. Cortes, handlækningar (21. maí).
Ólafur Tryggvason, húðsjúkdómalækningar (23. desember).
3. Takmörkuð lækningaleyfi:
Tannlækningar:
Kurt Sonnenfeld (10. marz).
Baldvin Gunnar Sigurðsson Ringsted (27. ágúst).
Þorsteinn Ólafsson (20. nóvember).
Ólafur Thorarensen (29. nóvember).
Ellen Yde Björnsson (29. desember).
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Á árinu dó 1 læknir, Kristján Jónasson. 3 Iæknar bættust við:
Ólafur Tryggvason, Ólafur Bjarnason og Magnús Ágústsson. 2 tann-
læknar bættust við á árinu: Ellen Yde Björnsson og Þorstcinn Ólafs-
son. í ársbyrjun réðst nýr matvælaeftirlitsfulltrúi til min, Kári Guð-
mundsson, í stað Alexanders Guðmundssonar, sem lét af starfi. 1 ný
ljósmóðir, Jóhanna Jónsdóttir, tók til starfa á árinu.
Akranes. Sjúkrasamlagið réð hingað hjúkrunarkonu, Jónu Guð-
mundsdóttur, í stað Lovísu Lúðvígsdóttur, sem fluttist héðan. Tók
hún við starfinu um áramót. Það varð að samkomulagi, að hún starfar
einnig að eftirliti í barnaskólanum og matar- og mjólkurbúðum. í fjar-
veru Hallgríms Björnssonar læknis í sumar, á annan mánuð, gegndi
Sigurður Ólason cand. med. störfum í hans stað.
Ólafsvíkur. Ein ljósmóðir gegnir nú 3 hreppum, Fróðár-, Ólafs-
víkur- og Neshreppi, og lánast það fullvel.
Stykkishólms. 3 læknar gegndu héraðinu á árinu: Frá 1. jan.—20.
febr. Ólafur Ólafsson héraðslæknir. Frá 20. febr.—18. ágúst Eyþór
Dalberg. Frá 30. ágúst—31. des. Bergþór Smári.
Búðardals. Ljósmóðirin í Haukadalshreppi sagði af sér á árinu og
bar fyrir sjúkleika, enda búin að starfa vel og lengi. Gegnir nú 1 jós-
móðirin í Laxárdalshreppi einnig því umdæmi.
Þingeijrar. Sú breyting varð á Ijósmæðraskipan héraðsins, að Han-
sína Guðjónsdóttir, Kotnúpi, Mýrahreppi, sem gegnt hafði Mýra-
ljósmóðurumdæmi um fjölmargra ára skeið, sagði því lausu í maí,
bæði vegna lasleika og brottflutnings lir héraðinu. Umdæmið var
því Ijósmóðurlaust þar til í desember, að Ingibjörg Jónsdóttir, Gemlu-
falli, var skipuð í það. Sitja því ljósmæður í öllum umdæmum hér-
aðsins nú.
Flateyrar. Hundahreinsari í Flateyrarhreppi, sem tók embætti á
síðast liðnu ári, sagði því af sér í haust, og hefur enginn fengizt í hans
stað. Annað heilbrigðisstarfslið óbreytt. Ingjaldssandsumdæmi er ljós-
móðurlaust.