Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 119
ísafí. Vegna utanfarar héraðslæknis gegndi Björn Þorbjarnarson
cand. med. héraðslæknisstörfum frá 1. október til áramóta.
Ögur. Héraðið læknislaust allt árið, en héraðslæknirinn á Isafirði
þjónaði því ásamt sínu héraði.
Hólmavikur. Vandræðaástand ríkir vegna ljósmæðraeklunnar. Að
visu eru ljósmæður skipaðar sem stendur í 2 fjölmennustu umdæm-
unum; önnur þeirra (í Kaldrananesumdæmi) á vart heimangengt frá
heimili sínu, hjálpartausu og barnmörgu. Hin, sem gegnir Hólma-
víkurumdæmi, er um sjötugt, heilsulítil og lítt fær til erfiðra ferða-
laga að vetri til.
Blönduós. Hjúkrunarkona sú, er starfað hefur við sjúkrahúsið
undanfarin 15 ár, sagði starfi sínu lausu og hætti hjúkrun. f stað
hennar kom nýútskrifuð hjúkrunarkona, sem einnig reyndist ágæt-
lega. í forföllum mínum og fríum vikarieraði Lárus Jónsson læknir,
en auk þess voru mér til aðstoðar um sumarið læknanemarnir Stefán
Haraldsson, Þorsteinn Árnason og Friðrik Friðriksson.
Hofsós. Tilfinnanlegur skortur á ljósmæðrum.
Dalvikur. 2 Ijósmóðurefni, annað handa Hrís§yingum, hitt handa
Svarfdælingum, eru í Ljósmæðraskólanum. Nýir sótthreinsunarmenn
eru skipaðir í 2 hreppum héraðsins.
Akureyrar. Gunnar Hallgrimsson tannlæknir fórst í flugslysi 29.
maí, en við tannlækningastofu hans tók Baldvin Bingsted tannlæknir.
Ljósmóðir Arnarneshrepps, Guðbjörg Gunnarsdóttir, lét af störfum,
og í liennar stað tók við Brynhildur Hermannsdóttir, Litlu Brekku,
Arnarneshreppi. Þá lét einnig af störfum Ágústína Gunnarsdóttir, ljós-
móðir í Öngulstaðahreppi, og við störfum hennar tók Sigrún Hjálm-
arsdóttir, ljósmóðir í Saurbæjar- og Hrafnagilshreppum, og er til-
ætlunin, að hún verði framvegis umdæmisljósmóðir í þrem fyrr
nefndum hreppum. Hið mikla og glæsilega sjúkrahús, sem nú er í
smíðum og taka á 110 sjúklinga, er nú komið undir þak, og hefur
smíði þess miðað vel áfram, þótt ekki sé liklegt, að það verði til-
búið að taka til starfa fyrr en 1950 eða 1951. Einnig er hið nýja geð-
veikrahæli hér alltaf fullt, og mætti taka þrisvar sinnum fleiri sjúk-
linga, ef húsrúm ætti að vera fyrir alla, sem koma þyrfli á slíkt hæli.
Kristneshæli mun einnig alítaf vera fulit.
Egilsstaða. Þorsteinn Sigurðsson eand, med. & chir. sat hér sem
aðstoðarlæknir frá 1. jan. til 31. maí og 10. ágúst til 10. sept., og
Þóroddur Jónasson cand. med. & chir, sem aðstoðarlæknir frá 15.
nóv. til 31. des. Vanhöld vilja verða á ljósmæðrum. Eitt ljósmóður-
umdæmi autt allt árið, annað mestan hluta ársins. Óskipaðar (upp-
gjafa) ljósmæður önnuðust fæðingar.
Segðisfí. Ljósmóðir kom um áramót og var allt árið, en sagði
starfinu lausu frá 1. marz 1948.
Vestmannaeijja. Leifur Sigfússon tannlæknir dó á árinu, og var að
honum mikil eftirsjá. í hans stað kom til bráðabirgða Ólafur Thor-
arensen tannlæknir, sem ráðinn er til að starfa við barnskólann í 4
mánuði.
Laugarás. 2 ljósmóðurumdæmi eru hér laus, Grímsnes og Ytri-
Biskupstungur. Er hinu fyrra þjónað að mestu af fyrr verandi ljós-