Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Síða 121
kostnaði, sem er við það að hita upp allt þetta húsbákn, sem svo
lítt er notað. Snemma á árinu reit ég sýslunefnd og fór fram á, að
hún athugaði möguleika á því, að reistur yrði nýr læknisbústaður
hér í Búðardal, þar eð hinn gamli er úr sér genginn og óhentugur
orðinn, enda 50 ára gamall. Fékk málið góðar undirtektir, og lofaði
sýslunefndin öllu fögru, hvað sem um framkvæmdir verður.
Þingeyrar. Aðsókn að sjúkraskýlinu var minni nú en árið áður.
Skýlið er rekið á Þingeyri og tekur við bráðum sjúkdómum og slys-
um. Var rekstur þess með sama sniði og árið áður. Er reksturinn
mjög erfiður, þvi að aðsóknin er lítil, eins og vænta má i fámennu
héraði. í sama húsi hefur verið tekin upp matsala fyrir aðkomumenn
og sjómenn, og mun hún eitthvað hafa létt undir með rekstrinum.
Læknisbústaðurinn er enn í smíðum og ekki séð, hvenær honum verð-
ur lokið. í honum er 2 sjúkraherbergi fyrir 4 sjúklinga al'ls. Ekki
er því að vænta breytinga á sjúkrahúsmálum héraðsins á þessu ári.
Flateyrar. Sjúkraskýlið á Flateyri rekið með svipuðum hætti og
síðast liðið ár, en notlcun nokkru meiri. Skýlið hefur notið starfskrafta
ágætrar stúlku í haust og vetur, en hún mun fara héðan með vorinu,
enda að vonum, því að of erfitt er fyrir eina stúlku að annast slíkt
skýli. Úr því er allt í óvissu um áframhald.
ísajj. Að sjúkrahúsinu var aðsóknin meiri en síðast liðið ár. %
legudaganna koma á utanhéraðssjúldinga.
Hólmavíkur. Sjúkrasltýlið var ekki starfrækt á árinu. Mun mestu
hafa um ráðið starfsfólkskortur. Hitalögn hússins var ónýt og ekki hirt
um að endurbæta, enda má heita, að á hverjum vetri hafi miðstöðvar-
lögnin eyðilagzt í frostum. Húsið er líka óeinangrað, með einföldum
útveggjum úr steini, og gólf og þak lélegt orðið. Vonir standa nú til,
að á þessu ári (1948) verði hafin bygging læknisbústaðar með sjúkra-
stofum.
Blönduós. Sjúkrahúsið rekið með svipuðum hætti og áður, og er
matseld þar nú rekin á reikning sýslunnar. Sjúklingar voru lítið eitt
fleiri en árið á undan, en legudagafjöldi allmiklu meiri. Rekstrar-
afkoman má heita mjög sæmileg, þegar þess er gætt, að kaupgjald
allt fer hækkandi. Hafinn var undirbúningur að byggingu nýs héraðs-
sjúkrahúss. Kaus sýslunefndin sérstaka millifundanefnd til þess að
undirbúa málið.
Sauðárkróks. Sjúkrahúsið starfrækt eins og undanfarið, og urðu
engar breytingar á rekstri þess. Sjúklingafjöldi sami og í fyrra. Um
100 manns naut ljóslækninga ambúlant, aðallega börn. Auk röntgen-
skoðana á sjúkrahússjúklingum voru 46 menn gegnlýstir ambúlant
og teknar 17 röntgenmyndir. Og svo voru hópskoðanir í sambandi við
komu berklayfirlæknis. Loftbrjóstaðgerðir voru gerðar 12, ambúlant
á 2 sjúklingum. Voru þeir einnig gegnlýstir.
Ólafsfj. Sjúkraskýlið ekki starfrækt. Skrifstofur bæjarins eru í hús-
næðinu sem áður. í annarri sjúkrastofunni er röntgenklefi, hinn
hlutann nota ég fyrir ljóslækningar. Læknisbústaðurinn hefur næst-
um verið lekalaus síðan pappi var límdur á þakið. 1 sjúklingur lá
í sjúkraskýlinu eina dagstund.
Akureyrar. Aðsókn að sjúkrahúsi Akureyrar hefur allt árið verið