Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 128
126
1473 (864), konur 1984 (1059), börn yngri en 15 ára 1903 (898).
Meðal þeirra reyndust 172 (106), eða 3,2% (4,3%), með virka
berklaveiki. 18 þeirra, eða 0,3% (0,7%), höfðu smitandi berklaveiki.
3) Stefnt í hópskoðun: Alls 3043 (1242). Meðal þeirra fundust 8, cða
‘2,6%c, incð virka berklaveiki. Enginn þeirra reyndist vcra með smit-
andi berklaveiki. — Hjúkrunarkonur stöðvarinnar fóru 1146 eftirlits-
ferðir á heimili berklasjúklinga. Stöðin var opin alla virka daga.
Það, sem einkuin er athyglisvert í skýrslu þessa árs, cr það, að enda
þótt starfsemi stöðvarinnar hafi aukizt á árinu, þannig, að um 19%
fleiri væru rannsakaðir en á árinu 1946, hefur tala nýskráðra berkla-
sjúklinga lækkað allverulega, eða úr 3,8% árið 1946 niður í 2,5%
árið 1947, miðað við þá, sem skoðaðir voru. Reyndin hefur einnig
orðið sú, að tiltölulega færri sjúklingum þurfti að ráðstafa á hæli
en árið áður, 1% saman borið við 1.5%, miðað við ofan greindar tölur.
Ungbarnavernd. Hjúkrunarkonur fóru í 14508 vitjanir á
heimili til 2019 barna. Stöðin fékk 865 nýjar heimsólcnir og 1236
endurteknar heimsólcnir. 229 börn hafa notið ljósbaða á stöðinni
3467 sinnum. 21 barn var bólusett í fyrsta sinn og 13 endurbólusett
gegn barnaveiki. Heimsóknardagar þrisvar í viku og ljósböð ung-
barna tvisvar í viku.
Eftirlit með barnshafandi konum. 2623 skoðanir fóru
fram á barnshafandi konum, þar af komu 1017 í fyrsta sinn. Ljós-
móðir stöðvarinnar fór í 140 eftirlitsferðir á heimili. Ljósmæðra-
nemar Landsspítalans sóttu stöðina sem námsmeyjar í heimsóknar-
timum barnshafandi kvenna og ungbarna. Heimsóknardagar voru
þrisvar í viku.
Heilsuverndarstöðin útbýtti 400 lítrum af lýsi, auk fatagjafa og
peninga, er námu ca. kr. 3500,00 að verðmæti.
2. Heilsuverndarstöð ísafjarðar.
Berklavarnir. Rannsóknir alls 1041 á 947 manns, þar af nýir
272. Ekkert greint um niðurstöður rannsóknanna varðandi virka og
smitandi berklaveiki. Röntgenmyndir 5. Loftbrjóstaðgerðir 35 (á 3
sjúklingum). Hrákarannsóknir 15 (5-j—, 10-h), Blóðsökk 20. Berkla-
próf 59. Röntgenskyggningar 942.
3. Heilsuverndarstöð Siglufjarðar.
Berlclavarnir. Rannsóknir alls 987 á 856 manns. Reyndust 19,
eða 2,2%, hafa virka berklaveiki. 3 sjúklingar, eða 0,4%, höfðu smit-
andi berldaveiki. Loftbrjóstaðgerðir 88 á 10 sjúklingum.
4. Heilsuverndarstöð Akureyrar.
Berklavarnir. Rannsóknir alls 2341 á 1532 sjúklingum. Reynd-
ust 86, eða 5,6%, hafa virka berklaveiki. 4 sjúklingar, eða 0,3%,
höfðu smitandi berklaveiki. Röntgenskyggningar 2179. Röntgen-
myndir 37. Loftbrjóstaðgerðir 204 (á 16 sjúklingum).
5. Heilsuverndarstöð Scyðisfiarðar.
Berklavarnir. Ótiltekinn fjöldi rannsókna á 146 manns. Ekk-
ert greint um niðurstöður varðandi virka og smitandi berklaveiki.
Loftbrjóstaðgerðir 42 (á 9 sjúklingum).