Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Page 130
128
Var læknavalinu hagað þannig, að héraðslæknir og sjúkrahúslæknir
mættu hafa mest 400 númer, en þriðji læknirinn, sem aðallega væri
„praktíserandi“, mátti hafa 900 númer.
Ögur. Sjúkrasamlög starfandi allt árið í öllum hreppum, nema í
Snæf jallahreppi.
Hólmcivíkur. Sjúkrasamlög voru starfrækt í 2 hreppum eins og áður.
Fólki virðist smálærast að nota sér réttindi sin, enda ber aðsókn að
læknum þess merki.
Blönduós. Yfirleitt er fólk ánægt með sjúkrasamlögin, og þau hafa
gefizt vel.
Sauðárkróks. 2 hreppar eru enn þá utan sjúkrasamlaganna.
Iíofsós. Eins og siðast liðið ár störfuðu 3 sjúkrasamlög í héraðinu.
Ólafsfí. Enn þá eru nokkrir, sem ekki hafa greitt iðgjöld í sjúkra-
samlagið og njóta því ekki réttinda. Engin hjúkrunarkona er í hér-
aðinu. Um heilsuverndarstarfsemi er ekki að ræða, annað en leið-
beiningar af minni hálfu, eftirlit með vanfærum konum, og fer þeim
fjölgandi, sem þess óska. Enn fremur eftirlit með berklasjúklingum,
aðallega röntgenskyggningar. Svo eru þær ráðstafanir, sem fólk gerir
sjálft í heilsuverndarskyni, t. d. vítamín- og alfa-alfadella. Samt virð-
ist það fólk ekki heilsubetra en hinir, sem éta algengan mat.
Egilsstaöa. Hjúkrunarfélög eru engin i héraðinu. Sjúkrasamlög
starfandi í 4 hreppum héraðsins, Fljótsdals-, Hlíðar-, Hjaltastaðar-
og Eiðahreppum, og auk þess að vetrinum til í Eiðaskóla.
Bakkagerðis. Hjúkrunarfélag er til að nafninu, en starfar ekkert.
Sjúkrasamlag ekkert.
SeyÖisfj. Engin bæjarhjúkrunarkona utan sjúkrahússins, enda fara
flestir sjúklingar þangað, þegar veikindi ber að höndum. í læknis-
héraðinu eru 2 sjúkrasamlög — kaupstaðnum og hreppnum —.
Rekstur þeirra verður dýrari með ári hverju, og hækka hefur þurft
iðgjöld að mun.
Breiðabólsstaðar. Sjúkrasamlög eru hér 4 starfandi, sitt i hverjum
hreppi. Ekkert sjúkrasamlag í 5. hreppnum, Álftaveri.
Vestmannaegja. Engin starfandi hjúkrunarkona til að hjiikra úti
um bæinn.
C. Rannsóknarstofa Háskólans.
Prófessor Níels Dungal hefur hennar á árinu 1947: gefið eftirfarandi skýrslu um störf
Berklaveiki: Jákvæð Neikvæð Samtals
Hrákar, smásjárskoðun 90 1602 1692
Ræktun úr hrákum 275 693 968
— þvagi 20 142 168
— — mænuvökva 4 66 70
— — magaskolvatni . .. 38 194 232
— — pleuravökva 9 14 23
— — ígerðum 3 8 11
— — liðvökva 16 16
— — ýmislegu 9 17 26