Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 132
130
Sýnishornin skiptast þannig eftir héruðum og tegundum: Héraðs-
læknirinn í Reykjavík: Mjólk 741, rjómi 66, rjómaís 21, skyr 8, dósa-
mjólk 2, vatn 26, samtals 864. Héraðslæknirinn á ísafirði: Vatn 13,
samtals 13. Um niðurstöður rannsóknanna skal þetta tekið fram:
Ógerilsneydd mjólk: Flokkun, 288 sýnishorn í 1. flokki, 116 í 2. flokki,
50 í 3. flokki og 24 í 4. flokki. Gerlafjöldi, 292 sýnishorn: 160 með
gerlafjölda undir 1 milljón í 1 sm3; 114 með 1—10 milljónir og 18
með gerlafjölda yfir 10 milljónir í 1 sm3. Júgurbólgurannsókn, 9
sýnishorn: Öll með júgurbólgueinkennum, í 5 júgurbólgusýklar.
Gerilsneydd mjólk: Fosfatase-prófun, 440 sýnishorn: 1 ekki nóg hitað.
Gerlafjöldi, 104 sýnishorn: 38 með gerlafjölda undir 10 þúsund í 1
sm3, 55 með 10—100 þúsund og 11 með yfir 100 þúsund í 1 sm3. Cólitíter,
sömu sýnishorn (104): 37 jákvæð í 1/10, 8 í 1/100 og 1 í 1/1000 sm3.
Rjómi: Storchs-prófun, 66 sýnishorn: 1 ekki nóg hitað. Meðalfeiti í 57
sýnishornum 29,5%. Rjómaís: Gerlafjöldi, 21 sýnishorn: 11 sýnishorn
með gerlafjölda yfir 1 milljón í 1 sm3. Cólitíter, sömu sýnishorn: 17
jákvæð í 1/10, 16 í 1/100 og 12 í 1/000 sm3. Neyzluvatn: 35 sýnis-
horn: 9 voru ónothæf, 8 grunsamleg og 18 góð.
2. Aðrar matvælarannsóknir (aðaltölur tákna tölu sýnis-
horna, er tekin voru til rannsóknar, en svigatölur fjölda þeirra sýnis-
horna, sem fullnægja ekki settum regluinl: Aldinsulta og aldinmauk
5 (1): Sýnishornið var byrjað að gerja. Aldinsafi og aldinsölt 2 (0).
Ávextir, þurrkaðir 44 (19): í þeim voru ýmist lirfur, bjöllur eða
önnur óhreinindi. Bökunarefni og búðingsduft 23 (0). Edik og ediks-
sýra 3 (0). Fiskmeti 78 (4): Síld í olíu, 1 sýnishorn, aðeins 6,1 g af
116,2 g af sósu reyndist vera olía, og er því rangnefni að merkja þessa
vörutegund síld í olíu; fiskbollur, 1 sýnishorn, efstu bollurnar brún-
leitar af lakki þvi, sem er innan í dósinni; hákarl, 1 sýnishorn, utan
á honum samanpressaður músarhelmingur; síld í olíu, 1 sýnishorn,
af sósunni voru aðeins 15% olía). Gosdrykkir 27 (0). Kaffi 21 (0).
Kaffibætir 6 (0). Kjötmeti 175 (3): Bjúga, 1 sýnishorn, inniheldur
meira af sterkju (6.05%) en leyfilegt er: kjöt, 1 sýnishorn, í því fannst
lítið eitt af sóda; fryst kjöt, 1 sýnishorn, af því soðnu var annarlegt
bragð, er minnti á kreósótbragð. Kornmatur, annar en brauð, 38 (9);
í 8 sýnishornum hefur fundizt matvælamaur og bjöllur, og í einu
sýnishorni fundust dökkar agnir, sem virðast vera úr bókhveitihýði.
Krydd 60 (0). Ostur 4 (0). Smjör 28 (10): 8 sýnishorn með dálitlu
þráabragði, sum mislit, 1 sýnishorn inniheldur óeðlilega mikið vatn,
27,6%, 1 sýnishorn dálítið myglað. Smjörlíki 22 (0). Súkkulaði 32 (0).
Sykur 3 (1): í því fannst ein bóklús (Corrodentia). Þvottaefni 2 (0).
Ýmislegt 64 (10): í appelsínum frá Þórshöfn, 1 sýnishorni, fundust
flugulirfur (Brachecera); i eplakassa frá Þórshöfn, 1 sýnishorni,
fannst náttfiðrildislirfa (Heterocera); 8 sýnishorn barnaleikfanga
(dátar), í þeim fannst blý. Matarsalt 1 (0). Neyzluvatn 2 (1): Af
sýnishorninu er megn olíulykt, óhæft til neyzlu. Ö1 og bjór 6 (0).
Læknar láta þessa getið:
Akureyrar. Á árinu 1947 komu inn í Mjólkursamlagið 6 074 782
lítrar mjólkur. Meðalfitumagn þessarar mjólkur var 3,628%. Mesta
fitumagn var í júní 3,905% Minnsta fitumagn i desember 3,429%.