Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Page 135
133
sízí batnað á þessu ári. Húsnæðisrannsóknir, framkvæmdar af mér
samkvæmt ósk íbúanna, voru 135. Fjöldi þeirra skoðana stóð í sam-
bandi við umsóknir um hinar nýju bæjaríbúðir við Skúlagötu, sem þá
átti að úthluta. Munu vottorð mín yfirleitt hafa verið höfð til hlið-
sjónar við úthlutunina.
Hafnarfj. Húsakynni fara batnandi, og hafa mörg myndarleg hús
verið reist, m. a. allmargir verkamannabústaðir. Ennþá eru hér all-
mörg lítil timburhús, sem eru þröng og óvistleg. Húsnæðiselda er þvi
mikil.
Akranes. Þrátt fyrir dýrtíð og skort á efni hefur verið ráðizt í til-
tölulega miklar húsasmíðar á árinu. Hafin var smíði 23 íbúðarhúsa,
og eru þau öll steinhús. Af þeim voru 8 tekin tii íbúðar á árinu, en
þó ekki ÖII fullger. Enn fremur voru tekin til íbúðar 3 hús frá fyrra
ári. Alls voru því tekin 11 hús til íbúðar með samtals 20 íbúðum.
Hinn 15. október fól bæjarstjórn héraðslækni ásamt 2 mönnum öðr-
um að athuga um heilsuspillandi ibúðir í kaupstaðnum. Kornu í ljós
við þá skoðun 5 íbiíðir, sem taldar voru óhæfar og verða bannaðar,
þegar núverandi leigjendur flytja. Eru 2 þeirra þegar lagðar niður.
Ólafsvikur. Húsakynni og þrifnaður fara batnandi. Mikið notaðir
sokkar úr íslenzkri ull og togi, en kvenþjóðin strækar á það, nema
hosur í stígvél í frystihúsi. Peysur mikið notaðar. Nankinsföt al-
gengust í vinnu.
Stykkishólms. í Stykkishólmi eru húsakynni yfirleitt sæmileg, en
allt of víða eru íhúðirnar sannkölluð greni, sem ekki eru neinum
bjóðandi, bæði þröng, köld og óvistleg. Viða úti um sveitir eru húsa-
kynni sæmileg og sums staðar góð. í Styklcishólmi er vatnsveita í upp-
siglingu, og má segja, að það sé ekki vonum fyrr.
Búðardals. Þrifnaði er víða ábótavant, einkum utan húss. Húsa-
kostur er misjafn að gæðum og frekar litið gert að því að koma upp
nýjum húsum, enda er það ærið kostnaðarsamt og bændur trúlitlir
á framtíð sveitanna, er æskan hefur snúið við henni bakinu. 1 hús
er í smíðum hér í Búðardal.
Reykhóla. Húsakynni víðast í héraðinu mjög léleg, og undarlegt, hve
miltil deyfð er yíir því að endurbæta þau, þrátt fyrir velmegun víðast
hvar. Á síðast liðnu sumri var fullger myndarlegur gistiskáli, Bjark-
arlundur, hér í miðju héraðinu; einnig er í smíðum og væntanlega full-
gert á sumri komanda stórt steinhús að Reykhólum, og á þar að
vera tilraunastöð í jarðrækt. Þrifnaður er ekki góður, þar eð víðast
vantar enn vatnssalerni.
Ringeyrar. Húsakynni í héraðinu eru óbreytt frá því, sem áður var.
Þó voru 2 ný íbúðarhús tekin í notkun á árinu. Annað þó ekki full-
gert. Lítið er um húsabyggingar í kauptúninu, en víða rísa upp stein-
hús í sveitinni. Þrifnaði er ábólavant. Sorp úr húsum er borið beint
í fjöru, og sjórinn dreifir úr því, en ber það ekki burt. IJrgangi frá
hraðfrystihúsi er ekið niður í fjöru utan til við eyrina, sem kaup-
túnið stendur á og veldur mikilli fýlu á stundum, auk þess sem það er
gróðrarstía fyrir rottur og fuglavarg og maðkaflugur. Væri engin van-
þörf á breytingu til batnaðar í þessum efnum. Umgengni um lendur