Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Side 139
137
en hitt. Þrifnaði utan húss er víða ábótavant. Einkum vill það dragast
hjá mörgum, að þeir lagi í kringum hin nýju hús, þó að lofsverðar
undantekníngar séu til. Húsbúnaður er víða ónógur og óþægilegur, og
gerir það húsakynnin óvistleg, þó að vandað sé tii þeirra að öðru leyti.
En menn virðast hafa hug á að bæta úr þessu, og starfar nú trésmíða-
verkstæði, sem fæst einkum við smíði innanstokksmuna, hér á Egils-
stöðum, rekið af Kaupfélagi Héraðshúa.
Bakkagerðis. Yfirleitt verður að segja, að húsakynni séu léleg, því
að þó að nokkur ný hús hafi verið byggð síðustu árin, er fæst af þeim
fullgert og kröfur íolksins ekki meiri en það að hafa þak yfir höfuðið.
Þrifnaði mun víða vera nokkuð ábótavant. Almenn vatnsleiðsla er
komin í flest hús í þorpinu, en frárennsli óvíða. Vatnssalerni eru að
koma í einstaka hús, en útikamrar mun vera við öll hús önnur.
Seyðisff. Lítið kvað að húsbyggingum á árinu, enda ekki hægt um
vik, þar sem byggingarefni er því nær ófáanlegt. Byrjað var þó á
myndarlegu steinsteypuhúsi í bænum, og annað minna byggt í hreppn-
um. Húsaviðgerðir hafa aftur á móti talsverðar verið, og gömul hús
gerð sem ný með múrhúðun. Þó að skiptar séu skoðanir um þá húsa-
bót, er a. m. k. prýði að henni. Yfirleitt er þril'naður góður, þó að
undantekningar eigi sér stað.
Hafnar. Allmikið ris upp af nýjum ibúðarhúsum. Þrifnaðarmál
hreppsins í fremur löku millibilsástandi, en stendur til bóta, er ný-
sköpuð heilbrigðisnefnd telcur til starfa á næsta ári.
Breiðabólsstaðar. Lokið var við eitt ibúðarhús úr steini á árinu. Ann-
að íbúðarhús í smíðum. Ein vatnsrafstöð bættist við á árinu. Upp-
hitun í húsum er nær alls staðar allsendis ónóg. Voru gömlu fjós-
baðstofurnar að því leyti langtum betri. Þær eru raunar enn við líði
hér á stöku stað. Húsakostur er víða lélegur, þó að hann séu senni-
lega ekki verri hér en víða annars staðar til sveita. Þrifnaði er mjög
ábótavant. Fæstir hirða tennur sínar, og margir fara örsjaldan í bað;
veldur því sennilega að nokkru leyti kuldinn. Baðker eru líklega ekki
fleiri en 5—6 í öllu héraðinu. Sóðaleg meðferð matar er ekki áberandi,
en þó mun naumast vera hægt að tala um hreinlæti í því sambandi.
Víkur. Húsakynni og þrifnaður í góðu lagi.
Vestmannaeijja. Á árinu hafa verið tekin í notkun 15 íbúðarhús.
Enn fremur hafa verið stækkuð 4 eldri íbúðarhús og tekin í notkun.
Öll eru þessi hús einstæð. Hæð hefur verið byggð yfir eitt af gömlum
húsum og hin stælckuð. Hafa nú þegar verið teknar i notkun 18 íbúðir
í þessum 19 byggingum, og eru 2 þcirra 6 herbergi og eldhús, en hinar
flestar 4 herbergi og eldhús. Geta iná þess, að í mörgum af þessum
húsum hefur ekki verið lokið við innréttingu á kjöllurum, sem eiga
fyrir sér að verða íbúðarhæfir. I tveggja hæða húsunum er víðast
hvar önnur hæðin ekki fullgerð, og má því reikna með, að íbúða-
fjöldinn geti orðið allmiklu hærri, þegar húsin eru fullgerð. Saman-
lögð stærð þessara bygginga er 9113 m3. Þá hefur á árinu verið lokið
við smíði á eftirtöldum stærri húsum: Rafstöðvarhúsi, að stærð
4000 m3. Tckið hefur verið í notkun hús Netagerðar Vestmannaeyja
h.f., að stærð 3187 m3, og enn fremur síldarnótahús Ingólfs Theódórs-
sonar netagerðarmanns, að stærð 1756 m3. Samtals eru þessi 3 hús
18