Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Síða 140
138
að stærð 8943 m3. Auk framan skráðra bygginga hefur á árinu verið
unnið meira og minna að smíði á 41 íbúðarhúsi, ásamt aukningu á 4
eldri íbúðarbúsum. Samanlögð stærð þessara bygginga er 20095 m3.
Þá hefur á sama hátt verið unnið að smíði á eftirtöldum stórhýsum:
Húsi Vinnslu- og sölumiðstöðvar fiskframleiðenda, stærð 20000 m3,
hraðfrystihúsi ísfélags Vestmannaeyja h.f., stærð 8644 m3, gagnfræða-
skólahúsi, stærð 8000 m3, samkomuhúsi og sjómannastofu templara,
stærð 5324 m3, hótelbyggingu Helga Benediktssonar kaupmanns,
stærð 3500 m3, húsi fyrir póst og síma, stærð 3325 m3, og verzlunar-
húsi Árna Jónssonar, stærð 1430 m3. Samanlögð stærð þessara 7 húsa
er 46223 m3. Eins og sjá má af framsögðu, hafa á árinu verið í smíð-
um 57 íbúðarhús, og 8 eldri hús hafa verið stækkuð. Eru því raun-
verulega 65 íbúðarhús í smíðum á árinu, og er stærð þeirra samtals
29208 m3. Þá hefur á sama hátt verið unnið að smíði 10 stærri bygg-
inga, og er stærð þeirra samtals 55166 m3. Verði allar þessar bygg-
ingar fullgerðar, sem vonir standa til, verður samanlögð stærð þeirra
84374 m3, og ættu þær að kosta sem næst 16,9 milljónum króna, ef
reiknað er með, að hver rúmmetri kosti kr. 200.00, eins og gert
hefur verið af byggingarnefnd undanfarið. Margar þessara bygginga
eru vel á veg komnar, og myndu þær nú trúlega fullgerðar, ef ekki
hefði verið um tilfinnanlegan efnisskort að ræða. Hér eru ekki taldar
smærri byggingarframkvæmdir, svo sem bílskúrar, geymsluskúrar og
viðhald húsa, en að slíkum framkvæmdum hefur allmikið verið unnið
á árinu. Allar byggingarnar eru úr steinsteypu, að undanskildu sænsku
timburhúsi, sem múrhúðað cr að utan. Á árinu hafa verið veitt 35
byggingarleyfi, og framkvæmd hafin á öllum þeim byggingum, að einu
undanskildu, sem verið er þó að mæla fyrir samkvæmt upplýsingum
byggingarfulltrúans hér. Þrifnaður víst eins góður, ef ekki betri, en
víða annars staðar hér á landi.
Selfoss. Húsabyggingar miklar hér á Selfossi og nokkrar í Hvera-
gerði. Einnig var talsvert byggt til sveita, einkum þó hlöður og pen-
ingshús.
Laugarás. Nokkur hús hafa verið í smíðum á árinu, flest á Skeið-
um. Yfirleitt virðast mér húsakynni hér góð, sums staðar ágæt, og
aðeins örfá hef ég séð algerlega óviðunandi.
5. Fatnaður og matargerð.
Læknar láta þessa getið:
Búðardals. Matarræði fábreytt upp til dala, en nokkru meira um
nýmeti hér í Búðardal, því að frystan fisk má fá úr Borgarnesi og
nýjan úr Stykkishólmi öðru hverju. Bændur úti um sveitir eru þó
nokkuð farnir að nota sér þetta, að minnsta kosti í nærsveitum.
Reykhóla. Fatnaður má teljast sæmilegur, og flestir eiga góð skjól-
föt til ferðalaga á vetrum. Matargerð er fábreytt, mikið notaður
mjólkurmatur, kartöflur, saltfiskur og saltkjöt. Nýmetisskortur er
tilfinnanlegur. Brýn nauðsyn að koma nú þegar upp gróðurhúsi að
Reykhólum, enda er nú að vakna áhugi á því. Einnig þarf að koma
upp frystiklefum til geymslu nýmetis, en þeir eru engir í héraðinu.