Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 142
140
Bakkagerðis. Fatnaður og matargerð mun vera íburðarminna en
tíðkast í Seyðisfjarðarhéraði, en þar fyrir þarf hvorugt að vera óheilsu-
samlegra, nema síður sé. Mjólkurneyzla er mun meiri og sennilega
nægileg; nýmeti aftur minna, eða litið sem ekkert, vetrarmánuðina.
Seyðisfi. Lítil hreyting frá ári til árs; hvort tveggja mun þó verða
íburðarmeira, eftir því sem fóllc býr lengur við góð efni yfirleitt og
kröfurnar til síaukinna þæginda vaxa. Þetta á sér þó aðallega stað
í kaupstaðnum. Sveitafólkið hefur um annað að hugsa og engan
tíma aflögum til að fylgjast með straumnum.
Breiðabólsstaðar. Fólk er yfirleitt þokkalega til fara. Mataræði er
fremur fábreytt. Lítið um nýmeti og grænmeti, en nóg mjólk og
smjör.
6. Mjólkurframleiðsla og mjólkursala.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfi. Mjólkurstöð bæjarins er mjög úr sér gengin og ófullkomin.
Ber einkum á því, að mjólkin skemmist við geymsluna, þó að í flösk-
um sé. Er það vegna þess, að þvottavélin er léleg.
Akranes. Mjólkurmál bæjarins hafa verið í ólagi og breyttust ekki
til batnaðar á árinu. Úr rannsókn þeirri og mati, sem gert var ráð
fyrir í síðustu skýrslu, að yrði framkvæmt, varð ekkert. Þrifnaði
hefur verið allmjög ábótavant, bæði við móttöku og afhendingu, þrátt
fyrir iðulega umvöndun eftirlitskonunnar. Breyting hefur nú verið
ráðin sú, að fyrirtæki það, sem haft hefur mjólkursöluna, sleppir
henni, en Kaupfélag Suður-Boi’gfirðinga tekur við henni frá ára-
mótum. Hafa nú verið útbúnar 2 sölubúðir og fenginn kunnáttumaður
til að leiðbeina fyrst um sinn. Þegar þetta er ritað, virðist bót hafa
orðið á um þrifnað. Það er í ráði, að framvegis verði mjólkin send
til Borgarness, flokkað þar og hreinsað og flutt þaðan hingað.
Ólafsvíkur. Mjólkurframleiðsla eiginlega aðeins á einum bæ (og
þó sem aukaatvinnugrein). Engin tæki til pasteuriseringar, enda ekki
mjólkurmagn fyrir hendi. Miklu fleiri heimili með kú en kýrlaus í
þessu byggðarlagi. Meðferð mjólkur fer batnandi (súrnar síður en
áður.
Búðardals. Mjólkursala til Borgarness allmiklu meiri en í fyrra, eða
um 130000 1. Mjólkursalan á eflaust fyrir sér að aukast að mun, eink-
um vegna þess að bændur hafa nú vegna fjárskiptanna sama og engan
fjárstofn, en munu því leggja meira kapp á að fjölga kúnum. Aðal-
vandræðin eru að koma mjólkinni frá sér á vetrum, en vegirnir verða
fljótt ófærir bílum vegna snjóa. Með batnandi vegum má þó búast við,
að þetta lagist.
Reykhóla. Mjólk og smjör nóg fyrir héraðsbúa, en einnig töluvert
flutt héðan af smjöri.
Þingeyrar. Mjög víða eru góð skilyrði til mjólkurframleiðslu í
Dýrafirði, en eingöngu er um framleiðslu til beinnar neyzlu að ræða.
Oftast er nóg af mjólk, en skortur helzt í sept.—okt. og þegar leiðir
teppast vegna fannfergis. Aðallega er mjólk seld frá 2 bæjum i ná-
grenni Þingeyrar. Margir í kauptúninu eiga þó kýr og framleiða mjólk
fyrir sig.