Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Side 146
144
Vestmannaeyja. Áfengisnautn allt of mikil. Vindlingareykingar
einnig of miklar. Tóbaksbindindi er í Gagnfræðaskólanum. Kaffi-
skammturinn hrekkur óvíða til.
8. Meðferð ungbarna.
Ljósmæður geta þess í skýrslum sínum (sbr. töflu XIII), hvernig
3529 börn af 3596 lifandi fæddra barna, sem skýrslurnar ná til, voru
nærð eftir fæðinguna. Eru hundraðstölur, sem hér segir:
Brjóst fengu ................................. 92,8 %
Brjóst og pela fengu .......................... 3,4 —
Pela fengu ..................................... 3,8 —
I Reykjavík líta tölurnar þannig út:
Brjóst fengu ................................ 98,4-—
Br jóst og pela fengu .......................... 0,7 •—
Pela fengu ..................................... 0,9 —
Læknar láta þessa getið:
Ólafsvíkur. Meðferð ungbarna sæmileg, sums staðar góð; þó finnast
stöku undantekningar frá hvoru tveggja (vankunnátta og vanhirða).
Búðardals. Góð.
Reykhóla. Má teljast mjög góð eftir aðstæðum.
Þingeyrar. Meðferð ungbarna alls staðar ágæt. Ungbörn höfð á
brjósti, þegar tök eru á. Lýsi hygg ég að langflest börn fái reglu-
lega. Beinkröm á þeim hef ég ekki séð.
Flateyrar. Góð.
Hólmavíkur. Undantekningarlítið góð. Nær allar konur leggja börn
sín á brjóst, en sennilega flestar aðeins fyrstu vikurnar. Bæklingur
heilbrigðisstjórnarinnar kemur í góðar þarfir.
Blönduós. Undantekning, ef barn er ekki lagt á brjóst, og flestir
hvítvoðungar fá bæði lýsi og C-vítamín. Þá er og börnum mjög almennt
gefið skyr og það snemma.
Sauðárkróks. Meðferð ungbarna hygg ég að megi telja góða yfirleitt.
Ólafsfj. Mikill vilji mæðra til góðrar meðferðar á ungbörnum, nema
hvað þær veita þeim brjóstamjólkina í stuttan tíma. Lýsisgjöf orðin
nokkuð almenn.
Grenivíkur. Meðferð ungbarna góð. Allar mæður, sem mega, hafa
börn sín á brjósti fyrstu mánuðina, og er þeim snemma gefið lýsi,
enda er heilsufar þeirra yfirleitt gott.
Vopnafj. Virðist mjög góð.
Bakkagerðis. í meðallagi.
Seyðisfj. Yfirleitt góð. Þar sem út af ber, er mæðrunum leiðbeint
og hjálpað til að lagfæra það, sem ábótavant er.
Vestmannaeyja. Því er ekki fylgt eins og þyrfti, að börn, sem lögð
eru á brjóst, séu höfð á brjósti, eins og heilsuþörf þeirra krefst. Ráða
þvi oft gamlar bábiljur, eins og t. d. sú, að brjóstamjólkin sé sumum
börnum óholl.
Frh. á bls. 193.