Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 195
193
Frh. af bls. 144.
9. íþróttir.
Læknar láta þessa getið:
Ólafsvikur. íþróttir mjög lítið iðkaðar, en þó um áhuga að ræða
hjá drengjum; guðsþakkaverk að senda þeim þjálfara um stundar-
sakir, ef hægt væri.
Stijkkishólms. Nú er fullgert allstórt leikfimishús, og virðist mikill
áhugi ríkjandi á íþróttum.
Reijkhóla. íþróttir hér fyrst og fremst sundíþróttin, enda nú hin
heztu sundskilyrði að Reykhólum.
Þingeyrar. íþróttir eru nokkuð stundaðar í héraðinu. Fyrst og
fremst eru flestar íþróttir stundaðar að héraðsskólanum að Núpi að
vetrarlagi. Á Þingeyri er leikfimiskennsla árlega nokkurn hluta vetr-
ar, bæði fyrir barnaskólanemendur og meðlimi íþróttafélagsins Höfr-
ungur. Knattspyrnukennsla fór fram á Þingeyri síðast liðið sumar.
Skíðaíþrótt er lítið stunduð nema að Núpi, og má að nokltru kenna
það snjóleysi undanfarin ár. íþróttamót fcr árlega fram á héraðs-
mótinu að Núpi.
Flateyrar. Áhugi á yróttum virðist vera mikill, en fær ekki notið
sín utan barnaskólanna vegna anna unglinganna, sem flestir stunda
atvinnu við sjósókn. Skíðaíþrótt er nokkuð stunduð, og hefur verið
haldið uppi námsskeiðum í þeirri grein á Flateyri síðast liðna tvo vet-
ur og líkað vel. Sund er töluvert iðkað, og fór sundkennsla fram í
Súgandafjarðarlauginni síðast liðið sumar, eins og verið hefur, en
féll niður á Flateyri vegna einhvers ágreinings, sem uppi er milli
eiganda laugarinnar og íþróttafulltrúa.
Bolungarvikur. Sundlaugin var starfrækt nálega 2 mánuði að
sumrinu.
tsafj. Á árinu var tekið til notkunar nýtt íþróttahús.
Hólmavíkur. Lítið um íþróttalif annað en skíðaíþróttina, sem er
talsvert stunduð. 1 Bjarnarfirði hafa myndarleg skiðakeppnismót ver-
ið haldin fyrir Strandasýslu. Öll fullnaðarprófsbörn eru send til sund-
náms að vorinu að Reykjum í Hrútafirði og Klúku í Bjarnarfirði.
Blönduós. Lítið stundaðar, enda fátt af ungu fólki í flestum sveit-
um. Þó fer árlega fram nokkur íþróttasamkeppni 17. júní á vor-
hátíð ungmennafélaganna. Sundlaugin á Reykjum á Reykjabraut er
lítið eða ekki notuð, en í Höfðakaupstað hefur verið gerð allgóð
sundlaug, sem hituð er upp með kælivatni frá frystihúsi kaupfélags-
ins. Hún er nokkuð notuð, en þó minna en skyldi.
Sauðárkróks. Fastur leikfimiskennari starfar nú við skólana, og
kennir hann einnig sund í Varmahlíð á vorin. Skíðaferðir eru lítið eitt
iðkaðar, þegar snjór er nægur til þess, en það er ekki nema endruiii
og eins. Axel Andrésson dvaldist hér um tima og æfði með börnum
og fullorðnum knattspyrnu og handknattleik við mikla hrifningu
þátttakenda.
Ólafsfj. Námskeið var haldið í knattspyrnu og liandknattleik. Sund-
námskeið skólabarna stóð í mánuð.
Akureyrar. Sundlaug hefur verið byggð að Laugalandi í Glæsibæjar-
hreppi, og er leitt í hana heitt laugavatn, er fékkst við jarðborun þar
25