Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Page 196
194
slcammt frá. Hvers konar úti- og inniíþróttir hafa verið hér með
miklum blóma. Um íþróttalíf skólanna þykir mér rétt að taka það
fram, að mér finnst það mjög vafasöm tilskipun að fyrirskipa sund
tvisvar í viku, þar sem eins háttar til og hér á Akureyri, að aðeins
er um opna laug að ræða og vatnið stundum hálfkalt (14—16 gr.) og
lélegir og hálfkaldir klefar til að klæðast í, þegar komið er upp úr.
Þetta gæti verið ágætt, ef nemendurnir færu niður í laugina á hverj-
um degi allt árið, en hitt, að eiga að fara niður í hana tvisvar í viku,
hvernig sem viðrar, tel ég ekki rétta túlkun á boðorðum heilsufræð-
innar hjá hinum háttvirta íþróttafulltrúa.
Grenivíkur. Íþróttalíf fremur dauft. Þó eru unglingar mikið á skíð-
um á veturna. Knattspyrna einnig nokkuð stunduð. Sund var skóla-
börnum kennt hér í sumar, og gekk sú kennsla vel.
Þórshafnar. Sundkennsla hér í 3 vikur.
Vopnafj. Unnið var að undirbyggingu sundlaugar við Selá. Eftir
er að steypa sjálfa sundlaugina og húsið. Heitt vatn virðist vera þarna
nægilegt til þess að hita bæði sundlaugina og húsið.
Egilsstaða. Ahugi á íþróttum fer sívaxandi, og er skólinn á Eiðum
miðstöð iþróttalífs hér. Þar hafa verið sundnámskeið barna fyrir allt
Austurland, þar til nú síðustu ár, að sundlaugar eru komnar á sum-
um fjörðunum, en Eiðalaugin er enn eina laugin í læknishéraðinu.
Svo virðist sem skilning vanti enn sums staðar á nauðsyn sundnám-
skeiða og gagnsemi sunds, en lagafyrirmæli í sambandi við fullnaðar-
próf eru virt. Á Eiðuin er í byggingu stór og mjög vandaður íþrótta-
völlur.
Bakkagerðis. íþróttir ekki stundaðar.
Seyðisfj. Fastur leikfimiskennari hefur verið ráðinn til barnaskól-
ans, og verður hann einnig sundkennari við hina margumtöluðu sund-
höll, sem fastákveðið er nú, að taki til starfa með vorinu, svo að skóla-
börnin geti fengið þar hið lögboðna sundnámskeið. Hingað til hefur
þurft að senda þau upp í Eiða með ærnum kostnaði. Útiíþróttir og
leikir eru talsvert stundaðir að sumrinu af ungu fólki. Á vetrum er
farið á skauta og skíði, þegar leiði gefur, sem oft er stopult.
Hafnar. Enn stendur á byggingu sundlaugar, þar eð ekki fæst efni
til þess að hægt sé að leiða sjálfrennandi vatn í þorpið, en það er orðið
mjög aðkallandi. Borað hefur verið eftir vatni hjá Fiskhóli og nóg
vatn og gott komið þar í Ijós. Vakandi almennur áhugi fyrir þessu.
Hafa þorpsbúar, að því er ég bezt veit, gefið 1000 dagsverk til þessa.
Breiðabólsstaðar. Iþróttir engar stundaðar.
Vestmannaeyja. Knattleikir, sund, glímur, golf og innanhúsleik-
fimi stundað af kappi.
10. Alþýðufræðsla um heilbrigðismál.
Læknar láta þessa getið:
Akranes. Námskeið hafa ekki verið haldin i þessu skyni, en undir-
ritaður hefur skrifað greinar í blað bæjarins um hollustuhætti.
Þingeyrar. Engin önnur en almennar leiðbeiningar, einstökum
mönnum til handa, í sambandi við læknisstörfin. Um haustið var veitt