Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Qupperneq 198
196
þá 2 rúmgóðar kennslustofur, en að sumu leyti vitanlega óheppi-
legar, þar sem t. d. var meira en seilingarhæð upp í glugga. Enn
fremur er bæjarþingstofan notuð til kennslunnar. Gert er ráð fyrir, að
þetta sé aðeins til bráðabirgða, en bygging skólahúss, sem ráðgerð er,
er enn ekki hafin. Til leikfimiskennslu skyldi nota íþróttahús bæjar-
ins, en vegna annmarka, sem laga þurfti, og þá einkum ónógrar hit-
unar, var það ekki tekið í notkun fyrir áramót.
Ólafsvíkur. Framhaldsdeiid byrjaði í barnaskóla. Fullgert ágætt
barnaskólahús á Hellissandi og unnið áfram að byggingu og innrétt-
ingu skólahúss og félagsheimilis á Arnarstapa (þó eigi fullgert vegna
f járskorts).
Búðardals. Skólaskoðun fór fram á öllum skólastöðum í byrjun
skólaársins. Skólastaðir eru mjög misjafnir, en þó taldir viðunandi
eftir atvikum. Hér í Búðardal er nú kennt í samkomuhúsi, og þó að
það sé sæmilegt, er það óviðunandi ástand, að þorpið eigi ekki
skólahús.
Reykhóla. Skólaeftirlit með saina sniði og áður, þ. e. börn skoðuð í
byrjun skólaárs. Annars er skólaeftirlit mjög erfitt í strjálbýlinu, þeg-
ar um farskóla er að ræða. Kennt er á heimilum, þar sem helzt er
húsakcstur til þess. Um tíma í vetur var þó kennt hér í tilrauna-
stöðvarhúsinu að Reykhólum. Annars gera héraðsbúar sér vonir um
byggingu heimavistarskóla að Reykhólum innan skamms.
Þingeyrar. Skólahús barnaskólanna eru óbreytt frá því sem áður
var. Lagður var niður farskólinn að Lambahlaði í Mýrahreppi og
sameinaður farskólanum að Núpi. Viðbyggingum við héraðsskólann
að Núpi er enn ekki lokið. Borð öll í barnaskólanum eru með gamla
laginu, tveggja sæta borð með föstum bekkjum og ekki samkvæmt
kröfum tímans. í héraðsskólanum að Núpi eru horð og lausir stólar.
Flateyrar. Vegna hinna nýju fræðslulaga eru öll skólahúsin í hér-
aðinu orðin óviðunandi vegna þrengsla, og í Mosvallahreppi eru skóla-
húsin svo léleg, að það er óverjandi að nota þau til barnafræðslu.
Skólaskoðun fór fram í öllu héraðinu í byrjun skólaársins að vanda.
Eftirlit var haft með barnaskólanum á Flatej^ri, og á Suðureyri hafði
hjúkrunarkonan eftirlit með þrifum barnanna o. fl. Börnin þar fá nú
lýsi í skólanum og njóta mörg þeirra ljósbaða, ef þörf gerist. Skóla-
húsin eru þau sömu og verið hafa, öll of lítil nema á Ingjaldssanai.
Þeim er vel við haidið í þorpunum, en lítið eða ekkert í Mosvalla-
hreppi, enda er þar hafin bygging hins langþráða heimavistarskóla.
En seint sækist verkið, og er aðeins hluti af kjallaranum stejTitur.
Virðist mér það undarleg ráðstöfun að byggja slíkt stórhýsi í fárra
kílómetra fjarlægð frá þorpinu í sveit, sem er að tæmast af fólki.
Mér virðist, að það hefði verið ódýrara, bæði hvað stofnkostnað
snertir og rekstur, að heimavist hefði verið byggð við væntanlegan
nýjan barnaskóla á Flateyri.
Bolungarvíkur. Á barnaskólanum er engin breyting frá fyrra ári.
ísafi. Aðalskólaeftirlitið fer fram að haustinu, en auk þess eru
börnin vegin og mæld þrisvar á skólatímanum. 1 barnaskólanum á
ísafirði hefur heilsuverndarhjúkrunarkona stöðugt eftirlit með þrif-
um barnanna allan skólatímann; hún annast og lýsisgjafir.