Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Síða 203
201
mínum ek ég vanalega sjálfur á sumrum og kemst yfir furðulegustu far-
artálma á slíkum vögnum, en þeir reynast ekki verulega vel í snjó, svo að
maður fær þá venjulega vörubíla með sig. Engar aðgerðir, er heitið
gætu, voru gerðar í heimahúsum, enda venjulega kleift að koma
sjúklingum á sjúkrahúsið, því að samgöngur eru orðnar góðar, jafn-
vel á vetrum, ef Skagahreppur er undan tekinn.
Sauðárkróks. Ferðir út um héraðið, auk skólaskoðunarferða, höfum
við farið 95 á árinu, og er það mun færra en í fyrra. Skiptast þær
þannig á mánuði: Janúar 10, febrúar 5, marz 3, apríl 4, maí 6, júní 9,
júlí 16, ágúst 12, september 8, október 8, nóvember 8 og desember
6 ferðir.
Hofsós. Ég mun hafa ferðazt um 10 þúsund km vegalengd samtals
í þarfir sjúklinga, þar af 300 km á skíðum, hitt að heita má allt í bíl.
Breiðabólsstaðar. Fenginn var nýr jeppi síðast liðið sumar til af-
nota fyrir héraðslækni, eftir alveg ótrúlega og lygilega baráttu. Varð
að fá ráðherraúrskurð tvisvar, biðja landlækni að skerast í málið og
loks að hóta blaðamáli til þess að fá hann afhentan.
Vestmannaeyja. Sjóferðir í skip hafa aukizt, síðan striðinu lauk, því
að erlend skip sækja nú fiskimiðin; eru þær ferðir oft allslarksamar,
einkum í skammdeginu og á vertíð.
Laugarás. í 67 ferðum farnir ca. 3000 km, langmest á bíl. Þó eru
vegir víða enn svo slæmir, að ófærir eru öðrum bílum en jeppum.
Allvíða eru og vegir enn algerlega ófærir bílum, einkum á efstu bæi
(næst fjöllum), en þó einnig í nokkur byggðahverfi og staka bæi, sem
fjarst eru þjóðvegum. Mjög er það bagalegt þeim, er yfir Hvítá eiga
að sækja, að ekki kemur brú á hana hjá Iðu, eins og til stóð á þessu
ári (1948), Er nú sýnilegt, að það muni dragast í nokkur ár enn
sökum gjaldeyrisskorts, og úr því að Þjórsárbrú þarf nú endurnýj-
unar.
15. Slysavarnir.
Læknar láta þessa getið:
Þingeyrar. Deild úr Slysavarnafélagi íslands er starfandi á Þing-
eyri, en lætur lítið yfir sér.
Sauðárkróks. 2 slysavarnadeildir eru á Sauðárkróki og unnu að
f jársöfnun.
Alcureyrar. Starfandi er hér bæði slysavarnadeild karla og kvenna,
en mér er ekki kunnugt um, að þær hafi starfað neitt verulega á árinu.
Grenivikur. í héraðinu eru nú 2 skýli fyrir skipbrotsmenn, annað á
Þönglabakka í Fjörðum, hitt á Látrum á Látraströnd. Það er raunar
ekki fullgert enn þá, en verður lokið við að ganga frá því næsta ár.
Sundlaug sú, er slysavarnadeildin hér kom upp i Gljúfurárgili, er nú
notuð til sundkennslu skólabarna, og eru allflest 11—12 ára börn
orðin það synd, að þau geta vel fleytt sér, ef þau t. d. falla út af
bryggju.
Seyðisfj. Það á svo að heita, að starfandi sé slysavarnadeild í kaup-
staðnum, og safnar liún einhverju fé i því augnamiði.
Breiðabólsstaðar. 5 deildir úr Sysavarnafélaginu munu vera hér til.
Ekki hefur þurft að grípa til þeirra undanfarin ár.
26