Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Qupperneq 211
209
fundust menjar um gamla berklaveiki i báðum lungum og einnig í gamalli
berklaholu hægra megin fannst blábersstórt aneurysma, sem hafði sprungið og
sú blæðing leitt til bana.
26. 10. október. T. T-son, 49 ára. Hafði verið lasinn og fékk allt i einu blóðspýju,
sem hélt áfram, unz maðurinn lézt 8 klt. seinna. Við krufningu fannst hægra
lunga að miklu Ieyti eyðilagt af berklum. í einni stórri berklaholu þar fundust
tvö aneurysmata, og var annað þeirra sprungið. Hafði sú blæðing leitt sjúk-
linginn til bana.
27. 16. október. H. Á-dóttir, 5 ára. Hafði orðið fyrir bil tveim dögum áður en hún
andaðist. Varð meðvitundarlaus og fékk klóniska krampa í vinstra handiegg,
en tóniska krampa í hægra. Við krufningu fannst biæðing á hægra heilahveli
og smáblæðingar í kring. Ekkert kúpubrot. Heilahristingur hefur valdið blæð-
ingunum, sem með auknum þrýstingi á heilabúið hafa leitt til bana.
28. 3. nóvember. G. H-dóttir, 7 ára. Varð fyrir bíl og andaðist rétt á eftir. Við
krufningu fannst mikil blæðing í kviðarholinu, sem stafaði frá miltinu, sem
var sprungið og tætt í sundur.
29. 7. nóvember. M. A. E-dóttir, 25 ára. Var að þvo í þvottavél, er hún fékk raf-
magnsstraum í sig og hneig niður örend. Við krufningu fannst brunablettur
á lófastóru svæði á hægri öxl. Hafði rafstraumurinn farið þar inn, en út á
vinstra fæti, þar sem lítill brunablettur fannst á ilinni, 3 mm í þvermál. Bióð-
sókn og bjúgur í lungum benti til, að konan hefði lifað nokkra stund, eftir
að hún varð fyrir straumnum.
30. 10. nóvember. E. S-son, 51 árs. Kom inn á heimili i Rvík, þar sem hann settist
á stól og missti meðvitund. Við krufningu fannst drep í öllu brisinu og lé-
legur hjartavöðvi.
31. 18. nóvember. G. G-son, 43 ára. Var við vinnu úti og nýstaðinn upp frá kaffi,
er hann hneig niður örendur. Hafði kvartað um lasieika fyrir hjarta og haft
orð á því, að hann væri allur að verða ómöguiegur. Við krufningu fannst mikil
hjartastækkun (520 g) með mikilli út])enslu á hægra framhólfi, en vinstra
afturhólf var mjög þykknað og stækkað. Bæði nýru stækkuð. Lifur og milti
stækkuð. Langvinn truflun á blóðrás með hækkuðum blóðþrýstingi, sem hefur
gert hjartanu erfitt fyrir, unz það hefur gefizt upp.
32. 19. nóvember. 3 vikna sveinbarn. Hafði verið fölt og svefnugt undanfarna 3
daga, en annars ekkert borið á barninu. Við krufningu fannst byrjandi lungna-
bólga og bólgublettir í lifur. Engir sýklar uxu frá lifur eða milti. Enn fremur
fundust mikil þrengsli i báðum þvaggöngum, þar sem þau lágu frá nýrunum.
Þrengslin voru meiri vinstra megin, þar sem nýrnaskjóðan (pelvis) var tölu-
vert útvikkuð. Bólga i lungum og lifur, óvíst af hvaða orsök. Sennilega hefur
ófullnægjandi nýrnastarfsemi átt sinn þátt i dauða barnsins.
33. 20. nóvember. Þ. E-son, 49 ára. Var drukkinn að nóttu tii og komst ekki inn
til sín, vegna þess að læsingin var eitthvað biluð. Gekk þá út fyrir bæinn og
datt niður í djúpa gryfju, þar sem hann fannst meðvitundarlaus daginn
eftir. Við krufningu fannst sár á höfði og brot á ennisbeini, lærbeinsbrot
hægra megin og blæðingar undir himnu litla heilans. Shock og kuldi ásamt
áfengiseitrun hafa leitt hinn slasaða mann til bana.
34. 22. nóvember. 2 ára sveinbarn, sein hafði verið veikt í 2 vikur og sofið stöð-
ugt síðustu 4 dagana. Við krufningu fannst bráð berklaveiki i hægra lunga,
og hafði hún brotizt inn i blóðið og valdið útsæði.
35. 18. desember. Mánaðargamalt meybarn, sem dó skyndilega, án þess að móðirin
tæki eftir undangengnum veikindum. Við krufningu fundust merki um blóð-
eitrun (sepsis). Bact. coli var ræktað frá netjueitli, lifur, miiti og lunga.
Að öðru leytí láta læknar þessa getið:
Rvík. Álitsgerðir samkvæmt beiðni sakadómara voru samtals 14,
9 vegna ýmissa fanga og i sakamálum, 1 vegna meints kynferðis-
afbrots gagnvart stúlkubarni og 4 í barnsfaðernismálum.
Ólafsvíkur. Gefið vottorð um 1 mann ásamt beiðni um geðheil-
brigðisrannsókn.
Akureyrar. Gerðar voru líkskoðanir á öllum þeim 25, er fórust í flug-
slysinu 29. mai í Hestfjalli í Héðinsfirði, og tókst að þekkja öll líkin,
27