Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Síða 215
213
við uppfyllinguna, enn fremur bryggju fram úr planinu, hvort tveggja
úr timbri. Dalvíkurhreppur hefur á árinu byggt rafstöðvarhús. Eru
þar 4 vélasamstæður með 35 kw orku hver; enn fremur hefur hrepp-
urinn látið gera útikerfi fyrir rafveituna uin mestan hluta þorpsins
(aðallega jarðlögn). Eitt skip bættist við skipakost þorpsins. í Hrísey
var að mestu lokið við byggingu rafstöðvar og lagningu útikerfis.
Enn fremur voru lagðar nýjar lagnir í húsin fyrir suðu og upphitun.
Holræsakerfi var lagt um miðbik þorpsins. Nýtt hlutafélag, er hyggst
að vinna að viðgerðum herpinótabáta, byggði 2 hús yfir atvinnurekstur
sinn. Nokkuð var unnið að byggingu hraðfrystihússins, sem enn er
ekki lokið. Á Litla-Árskógssandi var byggð bryggja, 30 m löng og
5 m breið. Lagður var þjóðvegur niður að Litla-Árskógssandi um 2
km á lengd. Varð ekki fullgerður. Byggð var brú, ca. 5 m löng, á Selá,
á vegum hreppsins. 1 Svarfaðardal var skurðgrafan að verki, eins og
fyrri sumur. Lokið var við brúargerð yfir Hofsá.
Akureyrar. Af opinberum byggingum má nefna hinn nýja spítala
og heimavistarhús menntaskólans, sem hvort tveggja eru hinar mestu
stórbyggingar. Af öðrum stærri húsum má nefna hús Frímúrara, sem
lokið var að byggja á árinu, skipasmíðastöð KEA á Oddeyrartanga og
verzlunarhús KEÁ í Hafnarstræti. Einnig hyggð nokkur verkstæði og
verksmiðjur, og byrjað var á verksmiðjuhúsbyggingu fyrir Gefjunni,
og verður það stór og mikil bygging.
Grenivíkur. Síðast liðið vor voru hingað keyptir 2 nýir mótorbátar,
60—70 tonna, sem smíðaðir voru í Reykjavík. Voru þeir dýrir og allt,
sem til þeirra þurfti, dýrt. Héraðsbúar, aðallega þó íbúar Grenivíkur,
lögðu fram peninga til þessara kaupa eftir getu, en mestan hlutann
varð þó að taka til láns. Hefur þess ráðstöfun þegar leitt til allveru-
legrar atvinnuaukningar, því að flestir þeir, er við bátana vinna, eru
héðan, og afkoma þeirra er miku betri en útgerðarfélagsins. Bryggju-
smíði er nú hafin hér, og verður haldið áfram i sumar. Hér hafa verið
trébryggjur (staurabryggjur), háar og óhentugar, og að þeim hafa
ekki flotið nema 15 tonna bátar, nema þá um háflóð. Hefur því oft
verið mjög illt eða jafnvel ómögulegt fyrir báta að athafna sig við
bryggjurnar. Stofnað var skógræktarfélag í Grj'tubakkahreppi og
gróðursett tré í þrjá reiti, sitt á hverjum bæ, og mun vera ætlunin að
halda þannig áfram.
Vopnafi. Framkvæmdir voru miklar í héraðinu og næg vinna fyrir
alla. Bryggja hreppsins var lengd um tæpa 22 in. Dýpið við bryggju-
endann er nú 13—14 fet á stórstraumsfjöru, og geta því smá skip lagzt
að bryggjunni, t. d. nýi strandfcrðabáturinn Herðubreið og skip af
svipaðri stærð.
Egilsstaða. í byggingu er mjög stórt hús, nemenda og kennara, við
skólann á Eiðum. Brú var gerð yfir Jökulsá á Dal undan Hjarðarhaga.
Er að henni mikið hagræði fyrir ibúa í austanverðum Jökuldal. Sveitar-
sími var lagður í meira hluta bæja í Eiðaþinghá og Fellum, og er nú að
nokkru leyti sveitasími um 6 af hreppum héraðsins. Á árinu var að
mestu gengið frá vatnsleiðslu í þorpið á Egilsstöðum. Er vatnið tekið
úr uppsprettulinduin undir Egilsstaðahálsi og leitt um það bil 4 km
veg í 4" asbestpípum.