Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Side 221
í hina fróðlegu bók Sigurjóns Jónssonar læknis: Sóttarfar og sjúk-
dómar á íslandi 1400—1800, Reykjavík 1944, mun lengi verða leitað
fræðslu um það, hverjar farsóttir telja megi líklegt, að gist hafi landið
á umræddu fjögurra alda tímabili. Mun sú fræðsla endast allvel, því
að ekki eru verulegar horfur á, að miklu verði aukið við þær heim-
ildir, sem í riti þessu er gerð grein fyrir. Þó skortir á, að hér beri á
góma næsta annálsverða sótt, sem vissulega hefði verið minnzt, ef svo
hefði ekki viljað til, að hinn eini annáll, sem lætur hennar getið, svo
að kunnugt sé, hafði ekki verið birtur í annálasafni Bókmenntafélags-
ins (Annálar 1400—1800, Reykjavík 1922 og siðan), þegar Sigurjón
Jónsson samdi bók sína upp úr þessu annálasafni, og reyndar er annáll
þessi enn óbirtur, þótt að fullu muni vera búinn til prentunar.
Annáll sá, sem hér um ræðir, er Litið ágrip um ein og önnur tilfelli,
sem skeð hafa á íslandi í nokkra biskupa tíð, saman tekið af sra Hall-
dóri Gíslasyni, presti til IJesjarmýrar í Borgarfirði (f. 1718, d. 1772,
vígður til Desjarmýrar 1744 og var þar fyrst aðstoðarprestur föður
síns, en síðan sóknarprestur til æviloka). Kunnugt er um meiri eða
minni brot annáls þessa í fimm uppskriftum í Landsbókasafni:
Lbsl970/8vo (glatað framan af uppskriftinni), Lbs2578/8vo, ÍB
578/8vo, ÍB777/8vo og ÍB782/8vo. I annálsbrotuin þessum greinir
frá ýmsum strjálum, sundurlausum og mismunandi merkum, erlend-
um og innlendum atburðum á tímabilinu 1495—1766. í öllum upp-
skriftunum, nema hinni síðast nefndu, er frásögn læknasögulegs
efnis, sem fjallað verður um í þessari ritgerð. Uppskriftirnar, sem frá-
sögnina geyma, eru hver eftir sinn skrifara, en allir skrifararnir aust-
firzkir alþýðumenn, er fulltíða voru og eldri um miðja síðast liðna
öld. Allar fjórar uppskriftirnar eru skrifaðar injög samtímis, hin
elzta þeirra (Lbs2578/8vo), að því er ætla má, 1854 (í handritaskrá
Landsbókasafns ranglega 1834). Svo má heita, að áminnzt frásögn
sé orði til orðs samhljóða í þremur uppskriftunum. í hinni fjórðu
(ÍB578/8vo) er allt efni rakið, án þess að á greini, en að nokkru
með breyttu orðalagi, þó ekki svo, að miklu skipti athugun þá, sem
fyrir höndum er. Um írásagnartextana, sem heita mega samhljóða
(þ. e. í Lbsl970/8vo, Lbs2578/8vo og ÍB777/8vo), er þó þess að geta,
að í stað orðanna kafteinninn og nokkru aftar hann í síðast talinni
uppskrift eru orðin masturinn og mastur í hinum tveimur, og bendir