Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Síða 225
223
rentukammeri í Kaupmannahöfn, og fjallar bréfið um „den Land-
physiske Betiening udi Island“. Er þar m. a. vikið að farsóttum, bæði
aðkomnum og landlægum, og ekki aðeins í mönnum heldur einnig í
skepnum. Að vísu er ekki nákvæmlega í þær sakir farið, og á hunda-
æðið, sem þá hefði átt að vera í algleymingi í Austfjörðum, er ekki
minnzt. Bjarni Pálsson mun ekki hafa verið af þeirri læknisgerð, að
þess væri að vænta, að hann gerði mikið að því að hampa fyrir hinum
lærðu herrum í Kaupmannahöfn, Decano Facultatis eða Collegio
Medico, athugunum sínum samkvæmt fyrirmælum í erindisbréfi land-
læknis, sem tilfærð voru hér að framan. Þó má finna þess dæmi í hréfa-
bókinni, að gert hefur hann þeim grein fyrir atriðum, sem miklu miður
virðast frásagnarverð en hinn sögulegi liundaæðisfaraldur (sbr. t. d.
bréf frá 23. ágúst 1768). Fyrir þetta verður þögn bréfabókarinnar
um hann enn athyglisverðari, enda gæti hún elcki verið rækilegri, þó
að Bjarni Pálsson hefði enga vitneskju um hann haft.
Fallið er til íhugunar, hversu líklegt sé, að hundaæði með sinum
býsna langa meðgöngutíma, sem svo hafði náð sér niðri sem hermt er
um þenna Austfjarðafaraldur, leggi ekki undir sig víðara landsvæði
en nokkurn hluta Múlasýslu og deyi síðan þegjandi og hljóðalaust lit
á ekki öllu lengra tima en einu ári, auðvitað án þess, að nokkrir til-
burðir væru hafðir til skipulegra sóttvarnaraðgerða.
Eitt atriði frásagnarinnar ber tvímælalaust og beinlínis keim er-
lendra fræða. Er það, þar sem segir frá því, er menn „áður meintu“
um orsakir hundaæðis og um sérstöðu sporhunda með tilliti til sýk-
ingar. Skiptir ekki máli, þó að þetta séu hæpin fræði.
Þegar hér er komið athugunum, ætti niðurstaðan samkvæmt framan-
sögðu helzt að vera sú, að líkur bentu til þess, að frásögnin um hunda-
æðisfaraldur í Austfjörðum væri tilbúningur einn og þá þannig til-
kominn, að fróður maður um hundaæði hefði tekið sér fyrir hendur
að gera sögulega hindurvitnafulla, en sviplitla þjóðsögu um óvinsam-
leg viðskipti íslenzks bónda og erlends skipstjóra með því að fella inn
í hana þessa hrikalegu faraldurslýsingu, nema fremur væri, að hann
hefði samið „þjóðsöguna" frá stofni. Fyrirmyndar þurfti ekki langt
að leita, því að áþekk viðskipti innlendra manna og erlendra eru á
meðal hinna tíðustu þjóðsagnaminna. Ef svo væri sem hér er gizkað
á, verður enginn talinn liklegri til þessa höfundskapar en sjálfur höf-
undur annálsins. Með því að um fæðir atburðí, sem eiga að gerast allt
að því samtímis því sem þeir eru skráðir og á næstu grösum við skrá-
setjarann, ef ekki m. a. í heimasveit hans, hlaut honum að vera kunn-
ugt, hvort sagan var í höfuðatriðum sönn eða uppspuni einn. En
hvernig svo sem þetta er, hefur það orðið hlutskipti frásagnarinnar til
þessa að vekja aðeins athygli sem mergjuð þjóðsaga. Hefur hún verið
birt í tveimur þjóðsagnasöfnum, er bæði koniu út 1945, íslenzkum þjóð-
sögum Ólafs Davíðssonar (11/31—32) og íslenzkum þjóðsögum Sig-
fúsar Sigfússonar (VI/56—57), en auðvitað hefur frásögnin verið
skráð í söfn þessi löngu fyrr. í fyrra safninu er annálsgreinin frjáls-
lega endursögð eftir hinu sama handriti, sem hún er skráð eftir i þess-
ari ritgerð. í siðara safninu er ekki vitnað til ákveðins handrits, og
hefur þar verið um að ræða annaðhvort óvandaðra handrit en hand-