Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Síða 226
224
rit Landsbókasafns, eða mislesið hefur verið allvíða og sumt ekki
óskemmtilega.
Nú verður kvæði vent í kross og athygli beint að því, sem stutt gæti
líkindi fyrir sannfræði umræddrar annálsgreinar. Verður leitazt við
að gera þetta ekki miður rækilega en um sinn hefur verið horft til þess,
sem leitt hefur til vefengingar frásagnarinnar, og ekki sett fyrir sig,
þó að þessi athugun kunni að leiða í ljós meiri eða minni veilur í þeirri
röksemdafærslu, sem beitt hefur verið hér að framan.
Um annál séra Halldórs Gíslasonar í heild er það að segja, að hann
er sízt ríkari að furðusögnum né kreddubornari en sambærileg rit, er
skráð voru sem gild sagnfræði og endurskráð í góðri trú lengi eftir
daga höfundarins. Fer því alls fjarri, að heildarsvipur annálsins sé sá,
að hann gefi tilefni til grunsemda um, að ritað sé í blekkingarskyni.
Að vísu er tekin upp í annálinn og hermd í nokkrum sannfræðastíl
huldufólkssaga, er greinir frá atburðum, sem eiga að hafa gerzt á sam-
tíð höfundarins (1743) og í tiltölulegu nágrenni hans (í Reyðarfirði).
Er það sagan um Ljúflings-Árna, sbr. Ljúflinga-Árna eða Alfa-Árna i
Þjóðsögum Jóns Árnasonar (I/vii,l—5 og 93—100). En bæði er, að
nokkur sannfræðilegur grundvöllur gæti verið undir kynjum sögu
þessarar, þar sem væri meira eða minna sjúkt sálarástand söguhetj-
unnar, og svo fjarri er það höfundinum að vilja blekkja lesendurna,
að í sögulokin slær hann þann varnagla að taka fram, að þeim skuli
„eftirlátið að dærna sannferðugheit sögunnar sem þeim líkar“. Réttir
þetta ekki lítið við tiltrú til höfundarins, eins og á stendur.
Hundaæði á sér læknasögulega þá sérstöðu í hópi næmra sótta, að
mönnum hefur mjög snemma og að því er virðist fyrirhafnarlítið
tekizt að gera sér grein fyrir því sem sérstæðu sjúkdómsfyrirbrigði,
og einkum virðast mönnum tiltölulega fljótt hafa legið í augum uppi
smithættir sóttarinnar. Talið er, að Democritus (á 5. öld f. Kr.) hafi
fyrstur lækna ritað um hundaæði. Veit hann, að það er taugasjúkdóm-
ur. Aristóteles (á 4. öld f. Kr.) lýsir sóttinni ekki aðeins í hundum,
heldur einnig í öðrum húsdýrum. Honum er ljóst, að hún getur borizt
úr einu dýri í annað, með því að sýkt dýr bíti heilbrigt. Bæði Celsus
(á 1. öld e. Kr.) og Galenos (á 2. öld e. Kr.) lýsa sóttinni í mönnum
og dylst ekki, að þeir taka hana eftir bit óðra dýra. Ráðleggur hinn
fyrrnefndi að svíða bitsárið, en hinn siðarnefndi að nema það burtu
með skurði. Elztu lækningabækur norrænar gera sér títt um bit óðra
hunda (Reichborn-Kjennerud: Vor gamle trolldomsmedisin, 11/134
og 111/151—152). Við nánari aðgæzlu þarf það enga undrun að vekja,
að mönnum veitist auðvelt að átta sig á smitháttum hundaæðis. Hið
mest áberandi einkenni sóttarinnar er grimmdaræði hinna sjúku dýra
og áfergja þeirra að ráðast á önnur dýr og bíta þau. Þogar þau dýr
veikjast, minna tilburðir þeira beinlínis á viðskipti þeirra við hin óðu
dýr, er bitu þau, og svo koll af kolli. Eru naumast til hliðstæður um svo
varðaðan smitferil annarra sótta. Er t. d. ólíku saman að jafna að rekja
mýraköldu til bits mýflugu, þó að báðar sóttirnar, hundaæði og mýra-
kalda, séu bitsóttir. Ánnað mál er það, að ekki liafa menn alltaf metið
réttilega, hvaða bit það var, sem veikinni olli í hverju einstöku tilfelli.