Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 227
225
Virðast fornar lýsingar á hundaæðisfaröldrum bera með sér, að menn
hafi talið, að bitið dýr veiktist því nær jafnskjótt án verulegs aðdrag-
anda, enda kann iðulega svo til að bera, ekki sízt í stórfaröldrum,
sem lýsingar taka helzt til, að löngu bitið og smitað dýr sé bitið aftur
og aftur og hví þá ekki í lok meðgöngutíma sóttarinnar? Hvað er þá
eðlilegra en menn telji síðasta bitið það, er máli skipti? Þannig er það
í lýsingunni á Austfjarðafaraldrinum, að ekki virðist þar gert ráð fyrir
verulegum meðgöngutíma. Sama máli gegnir um hina frægu lýsingu
Snorra Sturlusonar á hundaæðisfaraldri í Konungahellu, sem vera mun
elzta heimild um slíkan faraldur á Norðurlöndum (Heimskringla. Út-
gefandi Finnur Jónsson. Kh. 1911. Bls. 561):
Fimm vetrum eptir andlát Sigurðar konungs (Jórsalafara, þ. e. árið 1135)
urðu tiðendi mikil i Konungahellu. .. . Þat barsk at i Konungahellu drótt-
insnátt ina næstu eptir páskaviku, at gnýr varð mikill úti á strætum um
allan býinn, sem þá er konungr fór með alla hirð sina, ok hundar létu svá
illa, at eigi mátti varðveita, ok hrutusk úti; en allir, er út kómu, urðu galnir
ok bitu alt þat, er fyrir varð, menn ok fénað; en alt þat, er bitit var ok blóðit
kom á, þá ærðisk, ok alt þat, er hafanda var, lét burð sinn ok ærðisk. Þessi
minning var náliga hverja nótt frá páskum til uppstigningardags. Menn-
irnir óttuðusk injök undr þessi ok réðusk margir í brott ok seldu garða sína,
fóru i herað eða í aðra kaupstaði, ok þótti þeim öllum þat mest vert, er
vitrastir váru, ok hræddusk þat, sem var, at þetta myndi vera fyrir miklum
stórtíðendum, þeim er þá váru eigi fram komin.
Skýringin á því, hve hundaæðið i Austfjörðum á að hafa reynzt til-
þrifamikið, tekið allar tegundir dýra, sem til greina gátu komið, og
dýrin veikzt af miklum ofstopa og unnvörpum, kann að vera sú, að
hingað hafi borizt illvíg veira (virus) sóttarinnar og hitt fyrir sér
ósnortinn og óvenjulega frjóan jarðveg. Ekki er efamál, að hér er um
að ræða hina óstýrilátu tegund sóttarinnar (rabies furiosa), en ekki
hina kyrrlátu (rabies muta). Og að sjálfsögðu er það hin fyrrnefnda
tegund, sem fyrst og fremst hefur markað afstöðu fyrri tíðar manna
til sóttarinnar og leitt til skilnings þeirra á aðförum hennar.
Viðvíkjandi því, er segir um annál séra Halldórs Gíslasonar sem ein-
stæða heimild um hið austfirzka hundaæði, er sanngjarnt að geta þess,
að í Árbókum Espólíns er eftirfarandi viðauki við frásögn af fjársýki
i Húnavatnssýslu, hinni sömu sem getið er i Ketilsstaðaannál:
(1765) . . . gekk þá ok faraldr á hundum ok kúm i Múlasýslu; þat hófst i
Nordfirdi.
Ekki er kunnugt um heimild Espólíns, og auðvitað mætti láta sér
detta í hug, að hún væri einmitt annáll séra Halldórs Gíslasonar,
en ólíklegt er, að þá væri ekki meira frá þessum faraldri sagt. Sé hér
um sjálfstæða heimild að ræða, væri það vísbending um, að víst hefði
faraldur geisað í hunduin og kúm í Múlasýslu á umræddum tima og
hafizt í Norðfirði, hvers eðlis sem sá faraldur hefði verið.
Vera má, að ekki sé eins mikið upp úr því leggjandi og í fljótu bragði
virðist, að hundaæðisfaraldursins er að engu getið í annál Péturs
sýslumanns Þorsteinssonar. Mun mega hafa fyrir satt, að annállinn sé
elliverk sýslumanns, jafnvel frá þeim tima, er honum var tekið að
förlast minni, og auk þess að miklu leyti saminn sem drög með eyðum
til ifyllingar síðar, er lítið hefur orðið úr (Annálar Bókmenntafélagsins
29