Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Page 234
232
óþjálar. Sjúklingurinn kvartar yfir minnissljóvgun, á hann erfitt með
að muna allt nýtt.“ Eftir rannsókn (encephalografi), sem m. a. leiddi
í Ijós heilarýrnun, telur nefndur taugasjúkdómalæknir „óhætt að full-
yrða, að slysið hafi hrundið sjúkdóminum af stað. Slysið gæti einnig
verið bein orsök sjúkdómsins og sjúkdómurinn því bein afleiðing af
slysinu, en þó getur hitt hugsazt, að byrjandi æðakölkun valdi nokkru
um, að afleiðingar slyssins urðu svo alvarlegar sem raun ber vitni.
Sjúklingurinn er algerlega óstarfhæfur við hvaða vinnu sem væri,
einkum vegna þreytu (líkamlegrar sem andlegrar), höfuðverkjar og
svima og minnissljóvgunar. Orkutapið er sennilega varanlegt.“ Stað-
göngumaður tryggingaryfirlæknis, sérfræðingur i lyflæknissjúkdóm-
um, staðfestir í vottorði 18. júní 1947, eftir skoðun 9. júní, álit fyrr
nefnds taugasjúkdómalæknis og telur, að ekki verði „komizt hjá því
að álykta, að sjúkdómseinkenni þau, er S. hefir nú, séu afleiðingar
af slysi því, er hann varð fyrir 19. nóv. 1946, þótt hins vegar sé hugs-
anlegt, að aldur slasaða, hækkaður blóðþrýstingur og ef til vill byrj-
andi æðaltölkun kunni að valda nokkru um, að afleiðingarnar urðu svo
alvarlegar sem raun ber vitni um. Sennilegt er, að slys þetta orsaki
varanlega örorku, en um það verður ekkert fullyrt að svo komnu máli,
og tel ég því æskilegt, að ný læknisskoðun fari fram að 6—9 mán.
liðnum. Örorkuna tel ég hæfilega metna þannig: frá 19. nóv. 1946 til
9. júní 1947 90—400% örorka.“ Samkvæmt vottorði fyrr nefnds
taugasjúkdómalæknis 2. júní 1948 er ástand sjúklingsins óbreytt og
„sjúkdómsgreining sú sama og áður: heilarýrnun, afleiðingar af höf-
uðáverka, hypertensio arterialis (hækkaður blóðþrýstingur) 185/120“
Starfandi læknir í Reykjavík (áður staðgöngumaður tryggingaryfir-
læknis) telur sig, i vottorði 6. okt. 1948, „ekki færan um að dæma um,
að hve miklu leyti slysið er orsök óstarfhæfni slasaða, þar sem aldurs-
breytingar virðast jafnframt alvarlegar.“ Sami læknir segir í vottorði
20. des. s. á., eftir skoðun 8. des.: „Ég hefi áður, eða þann 9. júní 1948,
skoðað slasaða. Ég taldi mig þá ekki þess umkominn að greina aldurs-
örorku frá örorku þeirri, er slasaði hefir hlotið vegna slyssins. Við
samanburð á skoðun minni þá og nú er mér Ijóst, að um greinilega
framför er að ræða hjá slasaða. Einkum finnst mér slasaði nú vera
skýrari í hugsun, léttari í hreyfingum og hressilegri yfirlitum. Hins
vegar ber nú öllu meira á neurotiskum einkennum, og virðist hann
liafa tilhneigingu til að gera ekki minna úr veikinduin sínum en efni
standa til, og iná einkum finna það við reflexa-prófanir á útlimum.“
Ályktar hann síðan: „Engum efa er bundið, að slasaði hefir verið
haldinn sljóleika og vanheilindum, sem eru afleiðingar af heilahrist-
ingi (commotio cerebri). Sömu skoðunar eru aðrir læknir, er skoðað
hafa slasaða, svo sem taugasérfræðingur ... Hann talar um heila-
rýrnun, og virðist næst að halda eftir vottorði hans, að hún eigi að
teljast afleiðing slyssins. Ég vil aðeins benda á, að aldursbreytingar
slasaða geta engu síður verið orsök heilarýrnunarinnar, og tel ég því
vafasamt að leggja nokkuð örugglega upp úr því einkenni. Af skoðun
minni virðist mér, að slasaði sé haldinn traumatiskri neurosis, en auk
þess eru enn þá viðvarandi einkenni um heilahristing, svo sem höfuð-
svimi og höfuðverkur með köflum. Ef dæma má af bata þeim, sem