Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Side 236
234
Ályktun réttarmáladeildar, dags. 14. júní, staðfest af forseta sem
ályktun læknaráðs 18. júní.
Málsúrslit. Sjá 7. mál.
2/1949.
Sakadómarinn í Reykjavík hefur með bréfi, dags. 31. maí 1949,
samkvæmt úrskurði kveðnum upp í lögreglurétti Reykjavíkur 30. maí,
óskað umsagnar læknaráðs varðandi réttarrannsókn um „meinta
óleyfilega eyðingu fósturs".
Málsatvik eru þessi:
G. Ó-dóttir saumakona, til heimilis á ... f. 25. júli 1924, hefur
staðfest fyrir rétti, að J. S-son, starfandi læknir í Reykjavík og sér-
fræðingur i handlækningum, hafi, samkvæmt beiðni, framkvæmt á
henni fóstureyðingu. Skýrir hún svo frá, að hún hafi nokkrum dög-
um fyrir 2. apríl 1949, er tíðir höfðu ekki komið hjá henni á rétt-
um tíma, talið sig orðna vanfæra og þá tekið þá ákvörðun að fá
fóstrinu eytt. 1 þessum erindum hafi hún vitjað J. S-sonar læknis
laugardaginn 23. apríl og átt tal við hann um málið, siðan vitjað hans
aftur þriðjudaginn 26. apríl um kl. 10% árdegis og gengið þá undir
aðgerðina, sem hún lýsir á þessa leið: Hún var látin leggjast „upp
á sérstakt læknaborð og fór úr huxunum, fætur hennar voru síðan
teknir vel í sundur og settir í hnjástoðir. Síðan fór J. læknir með ýms
verkfæri inn i fæðingarveg“ hennar. „Veit hún ekki, hvers konar
verltfæri þetta voru.“ Hana „kenndi . .. talsvert til, en það var ekki
injög sárt, enda sagðist læknirinn hafa deyft það. Hún getur ekki með
vissu sagt um, hvort nokkuð hafi verið tekið eða komið niður af
henni, en hún tekur fram, að læknirinn hafi farið með töng eða
annað verkfæri, eftir að hann hafði verið með það í fæðingarvegi
hennar, í þvottaskál." Sá hún, „að blóð var á áhaldinu“, en segir, „að
lítið hafi blætt ef tir aðgerðina og heldur ekki síðan . .. Læknirinn
hafi farið með hvert tækið eftir annað inn í fæðingarveginn, og heldur
lnin, að aðgcrðin sjálf hafi tekið um a. m. k. 15—20 mínútur.“ Hún
„var síðan látin rísa á fætur og klæða sig og sagt, að hún inætti fara
heim, en þegar hún hafði komið til hans í fyrra skiptið, hafði hann
sagt henni frá því, hvernig hún ætti að haga sér eftir slika aðgerð.
Þá hafði læknirinn sagt henni, að hún ætti að liggja i rúminu í 3—4
daga.“
Læknirinn lýsir viðskiptum sínum við konuna á þessa leið: I fyrra
sinnið, er hún vitjaði hans, hafi hún tjáð honum, „að hún hefði eklci
haft tíðir frá því snemma eða ef til vill um miðjan janúarmánuð s. l.“
og væri hún „orðin hrædd um, að hún væri orðin ófrísk, og talaði utan
um það, hvort hún gæti ekki fengið hjálp hans til að losa hana við
fóstur hennar.“ Kveðst hann „hafa neitað að verða við tilmælum“
hennar. í síðara skiptið, sem lnin vitjaði hans, hafi hún beðizt þess,
„að hann rannsakaði hana til að fá úr því skorið, hvort hún væri
ófrísk . .. Stúlkan lagðist upp á læknaborð í lækningastofunni, fór
úr buxunum, og fætur hennar síðan skildir í sundur á stultum, eins